728 fengu íslenskan ríkisborgararétt í fyrra

Frá þjóðahátíð í Reykjavík.
Frá þjóðahátíð í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Í fyrra fengu 728 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt en 914 árið 2008. Aldrei höfðu fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt en árið 2008. Árið 1991 fékk 161 einstaklingur íslenskan ríkisborgararétt en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan.

Að sögn Hagstofunnar, sem tekur þessar upplýsingar saman, fengu fleiri karlar en konur íslenskt ríkisfang árið 1991 en síðan hafa konur verið í meirihluta nýrra íslenskra ríkisborgara. Svo var og í fyrra þegar 414 konur fengu íslenskan ríkisborgararétt en 314 karlar.

Flestir af nýjum ríkisborgurum árið 2009 voru frá Evrópu, þar af 153 frá Póllandi og 76 frá Serbíu. Næstflestir voru frá Asíu, þar af 106 frá Filippseyjum. Þetta er svipuð skipting og undanfarin ár.

Hagstofan segir, að á síðustu 20 árum hafi þær breytingar orðið helstar að fólki með ríkisfang í Ameríku hafi fækkað mest í hópi nýrra íslenskra ríkisborgara, úr um 20% árin 1991-1995 í um 10% á allra síðustu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert