„Bærilega bjartsýnir“ á meirihlutastuðning

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir íslenska ráðamenn álíta að þeir hafi fullnægjandi stuðning „áhrifamikilla aðila“ í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við næstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.

Steingrímur og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, ræddu m.a. við fulltrúa bandaríska fjármálaráðuneytisins í ferð sinni til Washington.

„Þetta er ekki þannig að við göngum um með einhver loforð upp á vasann,“ sagði Steingrímur. „En við höfum verið að skoða hvernig landið liggur og fórum til Washington til að reyna að afla stuðnings og útskýra okkar mál. Við eru bærilega bjartsýnir á að það séu a.m.k. alger minnihlutaviðhorf ef menn reyna að andæfa því að endurskoðunin fari fram.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert