Heimilt að banna Vítisenglana

Norrænum vítisenglum hefur ítrekað verið vísað úr landi þegar þeir …
Norrænum vítisenglum hefur ítrekað verið vísað úr landi þegar þeir hafa reynt að koma hingað.

Félagafrelsi er hluti af grundvallarréttindum og mjög mikilvægt sem slíkt. Hins vegar þykir ljóst af 74. grein stjórnarskrár Íslands að tilætlun stjórnarskrárgjafans hafi ekki verið sú að halda hlífiskildi yfir félögum sem grundvalla starfsemi sína á tilgangi eða athöfnum sem eru beinlínis bannaðar og jafnvel refsiverðar.

Svo segir í álitsgerð sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið um beitingu stjórnarskrárákvæðis um að leysa upp félög. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir um mikilvæga niðurstöðu að ræða enda sé með henni ljóst að ákvæðið feli í sér sjálfstæða heimild til að leysa upp félag.

Hluti af aðgerðaráætlun

Ragna tekur þó fram að ekki megi líta á niðurstöðuna sem töfralausn. Álitsgerðin miði við að slíkt félag sé starfrækt hér. „Ég hef hins vegar sagt að við þurfum að koma í veg fyrir að hingað komi menn til að stofna þennan ólögmæta félagsskap. Markmiðið er að koma í veg fyrir að hér verði stofnuð glæpasamtök. Þess vegna þurfum við breiðari nálgun og hafa aðgerðaráætlun til að stemma stigu við því.“ Unnið sé að samningu aðgerðaráætlunar og álitsgerðin sé hluti þeirrar vinnu.

Hér á landi er ekkert félag sem nefnist Vítisenglar, eða Hells Angels, en Ragna segir að ef sá dagur kemur upp þá vilji yfirvöld vera búin að vinna ákveðna grunnvinnu. Hún vill þó ekki segja afdráttarlaust að ákvæðinu verði beitt gegn íslensku félagi ef það verði hluti alþjóðasamtaka Vítisengla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert