Rannsaka Landsbankann

Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti.
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Sérstakt rannsóknarteymi á vegum Deutsche Bank hefur frá falli íslensku bankanna leitað skýringa á því hvað varð um peninga þeirra. Sérstaklega er verið að kanna þátt bankastjóra og aðaleigenda Landsbankans. Kom þetta fram í frétt Sjónvarps í kvöld.

Deutsche Bank tók þátt í fjármögnun íslensku bankanna. Sjónvarpið segist hafa heimildir fyrir því að bankinn telji að bankastjórar Landsbankans og aðaleigendur hafi komið óheiðarlega fram. 

Þeir eru sagðir skoða það hvort brotin hafi verið lög hér eða í Þýskalandi og hvort hægt sé að höfða mál gegn þeim í öðru hvoru landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert