Samdráttur í tekjum vegna minni kvóta

Veiðiheimildir íslenskra skipa hafa minnkað á undanförnum árum. Mestu verðmætin eru í þorski og öðrum botnfisktegundum og þess vegna hafa tekjur útvegsfyrirtækja dregist mjög saman við minnkandi kvóta.

Þannig samsvaraði síðasta kvótaúthlutun um 15% tekjusamdrætti fyrirtækja sem gera út á bolfisk.

Adolf Guðmundsson telur að naumt skammtaðar veiðiheimildir eigi verulegan þátt í misklíð og óánægju með fiskveiðistjórnunarkerfið og breyti þá litlu hvaða stjórnkerfi væri notað. „Ef við hefðum nægar heimildir værum við ekki í þessum átökum,“ segir Adolf.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert