Rokkhátíðin aldrei verið stærri

Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi.
Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi. mbl.is/Ernir
Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður, hefur aldrei verið stærri en í ár að sögn Kristjáns Freys Halldórssonar eins skipuleggjenda hátíðarinnar. Tæplega fjörtíu atriði voru á dagskránni í ár en hátíðin hófst klukkan 18 á föstudag og lauk henni upp úr klukkan 2 síðustu nótt. Var þetta í sjöunda skipti sem hátíðin er haldin.

„Þetta var eiginlega lyginni líkast hvernig allt gekk upp að lokum því þetta hefur aldrei verið tæpara hjá okkur en í ár. Við vorum í vandræðum með húsnæði í aðdraganda hátíðarinnar og því fylgdi að sjálfsögðu magapína. Það leystist farsællega en vandamálið var að KNH var með skurðgröfu í pörtum í skemmunni. Við höfðum hugsað íþróttahúsið sem plan b en þá myndi hátíðin missa hluta af sínum sjarma og því vorum við ekki spenntir fyrir þeim valkosti,“ sagði Kristján Freyr í samtali við mbl.is í dag. Kristján bendir á að flugsamgöngur hafi farið úr skorðum um tíma en þá hafði þó ekki teljandi áhrif. „Það tókst að leysa öll slík mál og hátíðin gekk smurt. Það myndaðist aldrei dauður punktur í dagskránni. Vegna áðurnefndra þátta þá var enn sætara að ná því að láta dæmið ganga upp,“ sagði Kristján sem er trommuleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Kristján tók einnig lagið með sínum gömlu félögum í hljómsveitinni Geirfuglarnir í gær. Hann sagði skipuleggjendur hátíðarinnar vera í skýjunum með hátíðina og stemninguna sem myndaðist. 

„Þetta var frábært og það var þvílík stemning. Það voru bara allir í stuði. Þó það hafi vissulega verið mjög troðið þá var magnað hvað allir voru í góðum fíling. Það er ekki sjálfgefið. Við vitum ekki hversu margir komu á hátíðina og höfum ekki spáð í það. Það var enginn að telja gestina og okkur vantar Geir Jón til þess að skjóta á töluna,“ sagði Kristján léttur en bendir jafnframt á að aðstandendur hátíðarinnar séu farnir að glíma við lúxusvandamál vegna þeirra gífurlegu vinsælda sem rokkhátíðin nýtur.

„Hátíðin hefur aldrei verið stærri og dagskráin innihélt tæplega fjörtíu atriði. Við buðum upp mörg flott atriði frá heimamönnum í bland við stórar kanónur úr tónlistarbransanum. Vegna stærðarinnar þá mun nefndin væntanlega setjast niður og velta fyrir sér framhaldinu. Hvort mögulegt sé að halda áfram á þessari braut,“ sagði Kristján en tók fram að slíkar vangaveltur væru á frumstigi.

Aldrei fór ég suður er að mörgu leyti sérstakur viðburður. Áhorfendur greiða engan aðgangseyri og tónlistarmenn fá ekki greitt fyrir að koma fram. Skipuleggjendur hátíðarinnar bera hins vegar kostnað af því að flytja tónlistarfólkið vestur þegar þess þarf og sjá einnig um uppihald. Þann kostnað hefur nefndinni tekist að brúa með framlögum frá styrktaraðilum og sölu varnings á hátíðinni. Kostnaður hefur eðlilega aukist í takti við stækkun hátíðarinnar. 

Frá hátíðinni í gær.
Frá hátíðinni í gær. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út auka mannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í Munchen eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka fyrra flug. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduð til klukkan þrjú í nótt, þegar uppúr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, vönd...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...