Rokkhátíðin aldrei verið stærri

Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi.
Hljómsveitin Dikta vakti mikla lukku í gærkvöldi. mbl.is/Ernir
Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, Aldrei fór ég suður, hefur aldrei verið stærri en í ár að sögn Kristjáns Freys Halldórssonar eins skipuleggjenda hátíðarinnar. Tæplega fjörtíu atriði voru á dagskránni í ár en hátíðin hófst klukkan 18 á föstudag og lauk henni upp úr klukkan 2 síðustu nótt. Var þetta í sjöunda skipti sem hátíðin er haldin.

„Þetta var eiginlega lyginni líkast hvernig allt gekk upp að lokum því þetta hefur aldrei verið tæpara hjá okkur en í ár. Við vorum í vandræðum með húsnæði í aðdraganda hátíðarinnar og því fylgdi að sjálfsögðu magapína. Það leystist farsællega en vandamálið var að KNH var með skurðgröfu í pörtum í skemmunni. Við höfðum hugsað íþróttahúsið sem plan b en þá myndi hátíðin missa hluta af sínum sjarma og því vorum við ekki spenntir fyrir þeim valkosti,“ sagði Kristján Freyr í samtali við mbl.is í dag. Kristján bendir á að flugsamgöngur hafi farið úr skorðum um tíma en þá hafði þó ekki teljandi áhrif. „Það tókst að leysa öll slík mál og hátíðin gekk smurt. Það myndaðist aldrei dauður punktur í dagskránni. Vegna áðurnefndra þátta þá var enn sætara að ná því að láta dæmið ganga upp,“ sagði Kristján sem er trommuleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Kristján tók einnig lagið með sínum gömlu félögum í hljómsveitinni Geirfuglarnir í gær. Hann sagði skipuleggjendur hátíðarinnar vera í skýjunum með hátíðina og stemninguna sem myndaðist. 

„Þetta var frábært og það var þvílík stemning. Það voru bara allir í stuði. Þó það hafi vissulega verið mjög troðið þá var magnað hvað allir voru í góðum fíling. Það er ekki sjálfgefið. Við vitum ekki hversu margir komu á hátíðina og höfum ekki spáð í það. Það var enginn að telja gestina og okkur vantar Geir Jón til þess að skjóta á töluna,“ sagði Kristján léttur en bendir jafnframt á að aðstandendur hátíðarinnar séu farnir að glíma við lúxusvandamál vegna þeirra gífurlegu vinsælda sem rokkhátíðin nýtur.

„Hátíðin hefur aldrei verið stærri og dagskráin innihélt tæplega fjörtíu atriði. Við buðum upp mörg flott atriði frá heimamönnum í bland við stórar kanónur úr tónlistarbransanum. Vegna stærðarinnar þá mun nefndin væntanlega setjast niður og velta fyrir sér framhaldinu. Hvort mögulegt sé að halda áfram á þessari braut,“ sagði Kristján en tók fram að slíkar vangaveltur væru á frumstigi.

Aldrei fór ég suður er að mörgu leyti sérstakur viðburður. Áhorfendur greiða engan aðgangseyri og tónlistarmenn fá ekki greitt fyrir að koma fram. Skipuleggjendur hátíðarinnar bera hins vegar kostnað af því að flytja tónlistarfólkið vestur þegar þess þarf og sjá einnig um uppihald. Þann kostnað hefur nefndinni tekist að brúa með framlögum frá styrktaraðilum og sölu varnings á hátíðinni. Kostnaður hefur eðlilega aukist í takti við stækkun hátíðarinnar. 

Frá hátíðinni í gær.
Frá hátíðinni í gær. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nóró-veira útilokuð í Hvassaleiti

09:54 Unnið er að sótthreinsun í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, eftir að meira en helmingur starfsfólks veiktist af magakveisu. Að sögn Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur, skólastjóra Háaleitisskóla, er búið að útiloka að um nóró-veiru sé að ræða. Meira »

Gefa húsnæði undir leikskóla

09:13 Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa í dag Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Fram kemur í fréttatilkynningu að húsnæðið henti vel til leikskólastarfs en þar hafi áður verið samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Meira »

Bílhræ skilin eftir hér og þar

08:18 Verktakar á vegum heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg. Meira »

H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi

07:57 Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnotaleyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur. Meira »

Pysjutíminn að hefjast í Eyjum

07:37 „Pysjutíminn er rétt að byrja, ég spái því að fjörið nái hámarki um miðjan september,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Njótið á meðan það varir

07:24 Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands mælir með því að fólk sunnan- og vestantil á landinu reyni að njóta veðursins sem í boði er þar sem á föstudag og yfir helgina breytist veðrið talsvert mikið með suðaustlægri átt og rigningu. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tóku þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig kláraði keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...