Segir ráðherra brjóta lög

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks segir Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra hafa brotið stjórnsýslulög með bréfi sínu til Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga.

Í bréfi sínu segir ráðherrann að til standi að áminna forstjórann vegna brots gegn góðum starfsháttum og hollustu- og trúnaðarskyldum.

Tilefnið var að Steingrímur Ari leitaði til ríkisendurskoðanda og óskaði eftir afstöðu hans til reglugerðar sem ráðherrann setti um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði vegna alvarlegra fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa.

Á vefsvæði sínu vísar Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður í stjórnsýslulög þar sem segir: „Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því.“

Hún vitnar einnig í skýringar á frumvarpsgreininni þar sem segir að kjarni greinarinnar sé að ekki verði tekin ákvörðun um réttarstöðu aðila fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér málsástæður.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert