Rannsóknarskýrslan lesin upp í Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. mbl.is

Starfsfólk Borgarleikhússins hefur ákveðið að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis upp í heild sinni þegar skýrslan kemur út þann 12. apríl. Borgarleikhúsið býður landsmönnum að hlýða á upplesturinn, en skýrslan telur um 2.000 blaðsíður.

Fram kemur í tilkynningu frá leikhúsinu að listamenn muni ekki leggja mat á innihaldið né gera tilraun til að túlka skýrsluna með neinum hætti.

Lesturinn hefjist um leið og skýrslan hafi verið gefin út og muni lesturinn standa dag og nótt þar til skýrslan hafi öll verið lesin. Um 45 leikarar munu taka þátt í upplestrinum sem áætlað er að taki 3-5 sólarhringa.

Landsmönnum býðst að koma í Borgarleikhúsið og hlýða á skýrsluna að hluta eða í heild. Verður leikhúsið opið allan sólarhringinn meðan á lestrinum stendur en flutningnum verður einnig sjónvarpað á vef leikhússins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert