Færanlegt forvarnarhús

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði eldri ökumönnum geta reynst holt …
Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði eldri ökumönnum geta reynst holt að rifja upp kunnáttu sína.

Sjóvá afhenti í dag Forvarnahúsi svokallað færanlegt forvarnahús, en um er að ræða sérinnréttaðan vöruflutningabíl með tengivagni sem hefur að geyma búnað og aðstöðu til ökukennslu. Ætlunin er að fara með bílinn um landið og bjóða ökunám.

Við þetta tækifæri skrifuðu fulltrúar Forvarnahúss og Ökukennarafélags Íslands undir samstarfsyfirlýsingu um að taka höndum saman um að bjóða uppá ökukennslu í samræmi við nýja reglugerð um ökunám sem tók gildi um áramót og kveður meðal annars á um að ökunemar æfi sig í áhættuvarnaakstri.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti þá ávarp og sagði mikilvægt að ökunemar væru alltaf sem best búnir undir raunveruleikann er þeir héldu út í umferðina. Búnaðurinn gæfi mikilvægt tækifæri til endurmenntunar ökumanna. Það gæti enda reynst eldri ökumönnum gagnlegt að rifja upp kunnáttu sína sem ökumenn á námskeiði hjá Forvarnahúsi.

Helgi Bjarnason, aðstoðarforstjóri Sjóvár, afhenti forstöðumönnunum Herdísi Storgaard og Einari Guðmundssyni færanlega forvarnahúsið sem gestir skoðuðu síðan.

Með færanlegu forvarnahúsi verður unnt að bjóða námskeiðahald um landið allt og þannig munu ökunemar hvarvetna um landið sitja við sama borð. Búnaður forvarabílsins er hinn sami og finna má í Forvarnahúsinu í Reykjavík og þar er einnig kennsluaðstaða. Bíllinn getur flutt bíl og skrikvagn og veltibíllinn, þar sem menn geta upplifa hvernig bílbelti bjarga, er í tengivagni með bílnum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert