Betra að fresta ESB-viðræðum en halda þeim áfram í óvissu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, segir við þýskan blaðamann, að það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við Evrópusambandið en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þá segist hún hafa fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en segist viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð.

Fjallað er um viðtalið í Fréttablaðinu í dag en það birtist á heimasíðu Clemens Bomsdorf, blaðamanns þýskrar útgáfu Financial Times. Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu að hún hafi í viðtölum við rannsóknarnefndina ekki getað upplýst um margt.

„Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum... Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég."

Þá segir Ingibjörg Sólrún í viðtalinu að enginn sé að berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og ólíklegt sé að aðildarumsókn verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt.

Heimasíða Clemens Bomsdorf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert