Hættur leynast við hraunbrún

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Ragnar Axelsson

Nokkur hætta stafar af hraunrennslinu á Fimmvörðuhálsi, að mati Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Hann segir hættu leynast þar sem hraunkanturinn er mjög brattur og stór glóandi heit björg skríða fram af brúninni fyrirvralaust og geta fallið á ferðamenn sem eru að forvitnast fast við hraunbrúnina.

„Fólk á það til að hlaupa fast að hraunbrúninni, snúa baki í hraunið og láta taka að sér mynd. Það gæti orðið síðasta myndin fyrir einhvern,“ skrifar Haraldur í bloggfærslu hans um sögulega ferð á gosslóðir með Top Gear. 

Hann segir grunna skjálftavirkni, sem er nú dálítið austar en fyrr vera nýtt og athyglisvert í dag. „Skjálftar eru nú mjög grunnt undir Fimmvörðuhálsi, og einnig í átt að Goðabungu. Þeir eru allir grynnra en 2 km. Órói á mælum Veðurstofunnar helst svipaður og fyrrri daga,“ bloggar Haraldur.

Bloggsíða Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert