Vorið kom klukkan níu

Álftin Svandís er lögst á hreiður sitt í hólmanum í …
Álftin Svandís er lögst á hreiður sitt í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, óvenjusnemma. Ómar Óskarsson

„Já, það kom í morgun klukkan níu. Þá gerði fyrstu skúrina og fuglarnir sungu mikið og voru kátir,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, spurður um vorkomuna. Veðrið þessa dagana og farfuglarnir gefa vísbendingar um að vorið sé komið og ekki langt í að gróður taki vel við sér.

Mörk vorsins á Íslandi eru óglögg enda misjafnt hvenær veturinn sleppir klónum og lætur það í mjúkar hendur sumarsins. Oft er talað um að vorið nái frá vorjafndægrum sem eru 20. mars og að sumarsólstöðum sem eru 21. júní. Á fyrri hluta þessa tímabils er raunar sumardagurinn fyrsti, 22. apríl.

Menn nota því aðrar skilgreiningar, taka mið af þróun náttúrunnar, svo sem gróðri, fuglalífi og veðri.

„Miðað við tíðina sem var um páskana og veðrið sem spáð er næstu fimm til sjö daga getum við sagt að vorið sé komið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni.

Sjá nánar um vorkomuna og vorboðana í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert