Gosið fer hægt minnkandi

Dregið hefur úr óróa á gossvæðinu.
Dregið hefur úr óróa á gossvæðinu. RAX / Ragnar Axelsson

Ennþá gýs á Fimmvörðuhálsi. Þar sem töluvert hefur dregið úr óróa á gossvæðinu gefur það þó til kynna að gosið fari hægt minnkandi. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Engar upplýsingar er að hafa frá vefmyndavélum á gosslóðum enda útsýni ekkert. „Óróinn fer þó hægt minnkandi þessa dagana, en er engu að síður vel fyrir ofan það sem var fyrir gos,“ segir Magnús Tumi. Þá hafi einhver flóð tengd gosinu runnið í Hvanná í nótt og valdið auknum vatnavöxtum sem voru óháð rigningunni á svæðinu.

Enn sem komið er hafi gps-mælar þá ekki sýnt nein merki um hreyfingu kvikuinnskota, hvorki í átt að Kötlu né annað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert