Fjallað um íslenska fátækt

Sverrir Vilhelmsson

„Ég segi börnunum mínum ekki hvar ég fæ matinn. Ég skammast mín of mikið,” er haft eftir íslenskri konu í ástralska blaðinu Sydney Morning Herald. Konan hefur þurft að leita til hjálparstofnana til að fá mat í hverri viku í heilt ár samkvæmt fréttinni, en hún er þriggja barna móðir.

Fjármálakreppan sem felldi efnahag Íslands árið 2008 gerði þúsundir fjölskyldna, sem áður voru vel á sig komnar, fátækar og leiddi til þess að fólk þurfti að leita til hjálparstofnana til að lifa af, segir í fréttinni.

Í viku hverri sæki um 550 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar Íslands, um þrisvar sinnum fleiri en fyrir kreppuna. Talað er við annan íslending, Rút Jónsson, verkfræðing á sjötugsaldri sem sestur er í helgan stein, sem starfar sem sjálfboðaliði við að útdeila matnum.

„Ég hef tíma aflögu til að hjálpa öðrum og það er það besta sem ég get gert,” segir hann við AFP, þar sem hann var í óðaönn að pakka mat í poka.

Í litlu og nánu samfélagi eins og Íslandi, segir í fréttinni, þar sem aðeins búi um 317.000 manns sé erfitt að þiggja ölmusu og af þeim tugum manna sem bíði fyrir utan Fjölskylduhjálp hafi fyrrnefnd kona verið sú eina sem vildi tala við blaðamanninn.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að koma hérna fyrst um sinn. En núna reyni ég að hugsa ekki svo mikið um það,” segir hún. Hún missti vinnuna sína í apóteki síðasta sumar.

Aðstæðurnar nú eru í harkalegum samanburði við yfirgnæfandi ríkidæmið sem virtist allsráðandi á eyjunni fyrir um tveimur árum síðan, þegar ofvirkur bankageiri sáldraði peningum yfir hagkerfið, sem áður hafði byggst aðallega á fiskveiðum. Á þeim tíma voru helstu áhyggjur fólks þær hver ætti stærsta jeppann eða hver ætti glæsilegustu íbúðina.

Í dag séu merki um fátækt hins vegar að margfaldast á Íslandi, þrátt fyrir að það sé þróað velferðarríki. Millistéttin verði í æ meiri mæli fyrir barðinu á atvinnumissi og geti ekki borgað af lánum sínum.

„Fjölskyldurnar 550, sem við tökum á móti hér, telja um 2.700 manns og sú tala heldur áfram að hækka,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórnandi Fjölskylduhjálpar, við AFP.

Konan sem rætt var við í upphafi fréttarinnar er sögð vera að borga af tveimur bílalánum, sem hún hafi tekið í erlendri mynt eftir slæma ráðgjöf frá bankanum hennar. Hún hafi samið um ársfrystingu á lánum við bankann sinn, eftir að hafa verið hótað útburði af heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Mér líður illa og ég hef miklar áhyggjur,” segir hún ,,Ég hef hugsað um að flýja land, en ákvað að vera hér því vinir mínir hafa stigið fram og veitt tryggingar fyrir lánunum mínum,” bætir hún við leið í bragði.

Til að komast hjá því að þiggja ölmusu, segir í fréttinni, kjósa margir íslendingar að pakka niður og reyna fyrir sér í útlöndum. Opinberar tölur sýna að mesti brottflutningur fólks í heila öld á sér nú stað.

„Ég sé bara enga framtíð hér. Það verður engin framtíð í þessu landi næstu 20 árin,” segir Anna Margrét Björnsdóttir, 46 ára gömul einstæð móðir sem er að undirbúa flutning til Noregs í júní, ef henni tekst ekki að halda húseign sinni.

Fyrir þá sem eru eftir, er æ erfiðara að ná endum saman. Á meðan aðeins lítill minnihluti fer og fær mat gefins, viðurkenna sumir foreldrar að svelta sjálfa sig til þess að geta gefið börnunum sínum að borða. „Ég verð að viðurkenna að með hækkandi matarverðinu er það orðið þannig að synir mínir tveir borða mest af því sem ég og maðurinn minn komum með heim,” er haft eftir konu, sem blaðamaður mun hafa hitt á kaffihúsi í Reykjavík. „Við fáum það sem er eftir þegar þeir eru búnir.”

Frétt blaðsins má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex fengu 100 þúsund krónur

19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...