Fjallað um íslenska fátækt

Sverrir Vilhelmsson

„Ég segi börnunum mínum ekki hvar ég fæ matinn. Ég skammast mín of mikið,” er haft eftir íslenskri konu í ástralska blaðinu Sydney Morning Herald. Konan hefur þurft að leita til hjálparstofnana til að fá mat í hverri viku í heilt ár samkvæmt fréttinni, en hún er þriggja barna móðir.

Fjármálakreppan sem felldi efnahag Íslands árið 2008 gerði þúsundir fjölskyldna, sem áður voru vel á sig komnar, fátækar og leiddi til þess að fólk þurfti að leita til hjálparstofnana til að lifa af, segir í fréttinni.

Í viku hverri sæki um 550 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar Íslands, um þrisvar sinnum fleiri en fyrir kreppuna. Talað er við annan íslending, Rút Jónsson, verkfræðing á sjötugsaldri sem sestur er í helgan stein, sem starfar sem sjálfboðaliði við að útdeila matnum.

„Ég hef tíma aflögu til að hjálpa öðrum og það er það besta sem ég get gert,” segir hann við AFP, þar sem hann var í óðaönn að pakka mat í poka.

Í litlu og nánu samfélagi eins og Íslandi, segir í fréttinni, þar sem aðeins búi um 317.000 manns sé erfitt að þiggja ölmusu og af þeim tugum manna sem bíði fyrir utan Fjölskylduhjálp hafi fyrrnefnd kona verið sú eina sem vildi tala við blaðamanninn.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að koma hérna fyrst um sinn. En núna reyni ég að hugsa ekki svo mikið um það,” segir hún. Hún missti vinnuna sína í apóteki síðasta sumar.

Aðstæðurnar nú eru í harkalegum samanburði við yfirgnæfandi ríkidæmið sem virtist allsráðandi á eyjunni fyrir um tveimur árum síðan, þegar ofvirkur bankageiri sáldraði peningum yfir hagkerfið, sem áður hafði byggst aðallega á fiskveiðum. Á þeim tíma voru helstu áhyggjur fólks þær hver ætti stærsta jeppann eða hver ætti glæsilegustu íbúðina.

Í dag séu merki um fátækt hins vegar að margfaldast á Íslandi, þrátt fyrir að það sé þróað velferðarríki. Millistéttin verði í æ meiri mæli fyrir barðinu á atvinnumissi og geti ekki borgað af lánum sínum.

„Fjölskyldurnar 550, sem við tökum á móti hér, telja um 2.700 manns og sú tala heldur áfram að hækka,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórnandi Fjölskylduhjálpar, við AFP.

Konan sem rætt var við í upphafi fréttarinnar er sögð vera að borga af tveimur bílalánum, sem hún hafi tekið í erlendri mynt eftir slæma ráðgjöf frá bankanum hennar. Hún hafi samið um ársfrystingu á lánum við bankann sinn, eftir að hafa verið hótað útburði af heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Mér líður illa og ég hef miklar áhyggjur,” segir hún ,,Ég hef hugsað um að flýja land, en ákvað að vera hér því vinir mínir hafa stigið fram og veitt tryggingar fyrir lánunum mínum,” bætir hún við leið í bragði.

Til að komast hjá því að þiggja ölmusu, segir í fréttinni, kjósa margir íslendingar að pakka niður og reyna fyrir sér í útlöndum. Opinberar tölur sýna að mesti brottflutningur fólks í heila öld á sér nú stað.

„Ég sé bara enga framtíð hér. Það verður engin framtíð í þessu landi næstu 20 árin,” segir Anna Margrét Björnsdóttir, 46 ára gömul einstæð móðir sem er að undirbúa flutning til Noregs í júní, ef henni tekst ekki að halda húseign sinni.

Fyrir þá sem eru eftir, er æ erfiðara að ná endum saman. Á meðan aðeins lítill minnihluti fer og fær mat gefins, viðurkenna sumir foreldrar að svelta sjálfa sig til þess að geta gefið börnunum sínum að borða. „Ég verð að viðurkenna að með hækkandi matarverðinu er það orðið þannig að synir mínir tveir borða mest af því sem ég og maðurinn minn komum með heim,” er haft eftir konu, sem blaðamaður mun hafa hitt á kaffihúsi í Reykjavík. „Við fáum það sem er eftir þegar þeir eru búnir.”

Frétt blaðsins má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...