Fjallað um íslenska fátækt

Sverrir Vilhelmsson

„Ég segi börnunum mínum ekki hvar ég fæ matinn. Ég skammast mín of mikið,” er haft eftir íslenskri konu í ástralska blaðinu Sydney Morning Herald. Konan hefur þurft að leita til hjálparstofnana til að fá mat í hverri viku í heilt ár samkvæmt fréttinni, en hún er þriggja barna móðir.

Fjármálakreppan sem felldi efnahag Íslands árið 2008 gerði þúsundir fjölskyldna, sem áður voru vel á sig komnar, fátækar og leiddi til þess að fólk þurfti að leita til hjálparstofnana til að lifa af, segir í fréttinni.

Í viku hverri sæki um 550 fjölskyldur til Fjölskylduhjálpar Íslands, um þrisvar sinnum fleiri en fyrir kreppuna. Talað er við annan íslending, Rút Jónsson, verkfræðing á sjötugsaldri sem sestur er í helgan stein, sem starfar sem sjálfboðaliði við að útdeila matnum.

„Ég hef tíma aflögu til að hjálpa öðrum og það er það besta sem ég get gert,” segir hann við AFP, þar sem hann var í óðaönn að pakka mat í poka.

Í litlu og nánu samfélagi eins og Íslandi, segir í fréttinni, þar sem aðeins búi um 317.000 manns sé erfitt að þiggja ölmusu og af þeim tugum manna sem bíði fyrir utan Fjölskylduhjálp hafi fyrrnefnd kona verið sú eina sem vildi tala við blaðamanninn.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að koma hérna fyrst um sinn. En núna reyni ég að hugsa ekki svo mikið um það,” segir hún. Hún missti vinnuna sína í apóteki síðasta sumar.

Aðstæðurnar nú eru í harkalegum samanburði við yfirgnæfandi ríkidæmið sem virtist allsráðandi á eyjunni fyrir um tveimur árum síðan, þegar ofvirkur bankageiri sáldraði peningum yfir hagkerfið, sem áður hafði byggst aðallega á fiskveiðum. Á þeim tíma voru helstu áhyggjur fólks þær hver ætti stærsta jeppann eða hver ætti glæsilegustu íbúðina.

Í dag séu merki um fátækt hins vegar að margfaldast á Íslandi, þrátt fyrir að það sé þróað velferðarríki. Millistéttin verði í æ meiri mæli fyrir barðinu á atvinnumissi og geti ekki borgað af lánum sínum.

„Fjölskyldurnar 550, sem við tökum á móti hér, telja um 2.700 manns og sú tala heldur áfram að hækka,” segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, stjórnandi Fjölskylduhjálpar, við AFP.

Konan sem rætt var við í upphafi fréttarinnar er sögð vera að borga af tveimur bílalánum, sem hún hafi tekið í erlendri mynt eftir slæma ráðgjöf frá bankanum hennar. Hún hafi samið um ársfrystingu á lánum við bankann sinn, eftir að hafa verið hótað útburði af heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Mér líður illa og ég hef miklar áhyggjur,” segir hún ,,Ég hef hugsað um að flýja land, en ákvað að vera hér því vinir mínir hafa stigið fram og veitt tryggingar fyrir lánunum mínum,” bætir hún við leið í bragði.

Til að komast hjá því að þiggja ölmusu, segir í fréttinni, kjósa margir íslendingar að pakka niður og reyna fyrir sér í útlöndum. Opinberar tölur sýna að mesti brottflutningur fólks í heila öld á sér nú stað.

„Ég sé bara enga framtíð hér. Það verður engin framtíð í þessu landi næstu 20 árin,” segir Anna Margrét Björnsdóttir, 46 ára gömul einstæð móðir sem er að undirbúa flutning til Noregs í júní, ef henni tekst ekki að halda húseign sinni.

Fyrir þá sem eru eftir, er æ erfiðara að ná endum saman. Á meðan aðeins lítill minnihluti fer og fær mat gefins, viðurkenna sumir foreldrar að svelta sjálfa sig til þess að geta gefið börnunum sínum að borða. „Ég verð að viðurkenna að með hækkandi matarverðinu er það orðið þannig að synir mínir tveir borða mest af því sem ég og maðurinn minn komum með heim,” er haft eftir konu, sem blaðamaður mun hafa hitt á kaffihúsi í Reykjavík. „Við fáum það sem er eftir þegar þeir eru búnir.”

Frétt blaðsins má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ennþá að skamma fyrir nektarmyndir

11:25 „Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Rafleiðni minnkar hægt

11:00 Rafleiðni í Múlakvísl virðist hafa náð ákveðnum toppi í bili og mælist nú um 420 µS/cm. Hún getur þó vaxið aftur að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu. Áin er gríðarstór og mikil lykt er af henni. Óvenjulítið ber á sigkötlunum í Mýrdalsjökli. Meira »

John Snorri á leið í grunnbúðir

09:53 John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. Meira »

Upp á bráðamóttöku NÚNA!

09:34 „Hvaða vitleysa er þetta, ég er bara 43 ára gamall. Get varla verið að fá kransæðastíflu,“ hugsaði leikhúsmaðurinn Bjarni Haukur Þórsson með sér haustið 2014. Þetta var skömmu eftir frumsýningu bíómyndarinnar Afans og Bjarni farinn að finna fyrir vaxandi mæði en ýtti því frá sér. Meira »

Fyrsta ferðin til Akraness

08:18 Á morgun klukkan átta er áætlað að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal leggist að aðalhafnargarðinum á Akranesi.   Meira »

Hlaupið nái hámarki eftir nokkra tíma

08:07 „Það hefur vaxið mjög mikið rafleiðnin núna, sérstaklega síðasta klukkutímann,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, um ástand mála í Múlakvísl. Jökulhlaup er hafið í ánni og mun líklega ná hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

07:37 Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt

07:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að lækkun á tekjum kirknanna eftir hrun eigi þátt í því að ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi. Meira »

Hópslagsmál og sprautuhótun

07:34 Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi. Meira »

Litakóða Kötlu breytt í gult

07:20 Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskildur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu. Meira »

Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

05:30 Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn. Meira »

Vilja hafa hlutina flókna

05:30 Regluverk í byggingariðnaði á Íslandi er orðið flóknara en annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Björgvins Víglundssonar, verkfræðings og fyrrverandi starfsmanns hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Meira »

Flotinn eltist við makrílinn

05:30 „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra. Meira »

Þrjú stór skip í höfn á Ísafirði

05:30 Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú á Ísafirði, en um næstu helgi er búist við fjórum skipum þangað með alls 4.300 farþega um borð. Meira »

Færri bókanir en 2016

05:30 Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni. Meira »

Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

05:30 „Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Meira »

Félagslegt húsnæði í smáhýsi

05:30 Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.  Meira »

Sala á léttöli aukist gríðarlega

05:30 „Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi. Meira »
Til sölu STIGA Garden sláttutraktor
Lipur, léttur og meðfærilegur. 12,5 ha. Briggs&Stratton mótor, rafstart, bakkgír...
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.net ...
Bella 530 Excel hraðbátur
Bella 530 Excel hraðbátur. Vandað harðviðardekk. Mercury 135 hp optimax mótor, ...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...