Kynni sér skýrsluna utan vinnutíma

Gylfi Arnbjörnsson á von á að margir vilji kynna sér …
Gylfi Arnbjörnsson á von á að margir vilji kynna sér innhald skýrslu rannsóknarnefndarinnar. mbl.is/Golli

Hvorki Alþýðusamband Íslands né Samtök atvinnulífsins hafa gert  ráðstafanir  eða farið þess á leit að við atvinnuveitendur að starfsfólki verði gert kleift að kynna sér efni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna. En skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber í fyrramálið.

„Það hefur ekki farið fram umræða um slíkt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann kveðst þó gera fastlega ráð fyrir að margir landsmenn muni taka sér tíma utan vinnu til að að skoða skýrsluna. „En að leggja allt þjóðfélagið undir er flókið mál og erfitt í framkvæmd.“

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir heldur engar ráðstafanir gerðar á vegum samtakanna, eða fyrirtækjum innan þeirra, til þess að leggja niður starfsemi eða gefa frí í tilefni af útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Segir Vilhjálmur að ekki hafi verið falast eftir neinu samstarfi við samtökin í tilefni dagsins. Honum þyki að ef yfirvöld hefðu yfir höfuð verið áhugasöm, um að fólk fengi ráðrúm til að kynna sér efni skýrslunnar, hefði verið miklu eðlilegra að hún væri birt í aðdraganda helgar en ekki á mánudegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert