Margt þegar vitað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, sagði að horfa verði til framtíðar. Margt hafi verið vitað sem kom fram í skýrslunni, s.s. um stærð bankanna og krosseignatengsl. Þess vegna verði að spyrja, af hverju var ekki brugðiðst við. Framsóknarflokkurinn mun fara yfir sinn þátt í málinu.

Sigmundur sagði hættu á því að ef þjóðin festist í innbyrðis deilum og skaðinn af því geti verið meiri en af hruninu sjálfu. Þá sé ákveðin hætta á að við sveiflumst úr einum öfgum yfir í aðrar. Hann segir horfa verði fram á veginn og vinna saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert