Fréttaskýring: Skýrslan kom þjóðinni á óvart

Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni.
Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrslan sem þjóðin er búin að bíða eftir í allan vetur virðist að sumu leyti hafa komið þjóðinni á óvart. Skýrslan er ekki varfærin eins og sumir áttu von á. Í henni er flett ofan af áhættusömum rekstri bankanna og hvernig stjórnkerfið stóð lamað gagnvart vandanum. 

Búið er að bíða lengi eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en hún átti upphaflega að vera tilbúin í nóvember. Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa í vetur verið með vangaveltur um hvað kynni að vera í skýrslunni. Þeir höfðu eðlilega ekki á miklu að byggja öðru en orðum Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, um þetta væru verstu tíðindi sem nokkur hefði þurft að færa þjóð sinni og Tryggva Gunnarssonar um oft hefði hann verið „verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“

Talsverð gagnrýni hefur komið fram á nefndina vegna tafa á birtingu skýrslunnar. Eins hafa heyrst þær raddir að ólíklegt væri að mikið nýtt væri í skýrslunni. Aðrir hafa sagt að líklegt væri að nefndin færi varfærnum orðum um það sem gerðist í aðdraganda hrunsins. Nú þegar skýrslan hefur verið birt er ljóst að hún dregur fram nýjar upplýsingar og að þar er ekki verið að fara í kringum hlutina. Nefndarmenn segja skoðun sína umbúðalaust og hika ekki við að nefna menn og fyrirtæki á nafn. Það er heldur ekki verið að hlífa stjórnmálamönnum. Gerð er grein fyrir fjárhagslegum tengslum þeirra og lántökum í bankakerfinu.

Fjallað er í skýrslunni um hvað ráðamenn og eftirlitsstofnanir vissu um vanda bankakerfisins áður en það hrundi og hvernig þeir brugðust við vandanum. Orð Vilhjálms Árnasonar prófessor á blaðamannafundinum í dag voru sláandi, en hann talaði um að menn hefðu staðið eins og lamaðir gagnvart vandanum.

Skýrslan er skrifuð á einföldu og læsilegu máli og færð eru skýr rök fyrir fullyrðingum nefndarinnar. Sumir kaflar skýrslunnar eru spennuþrungnir og má líkja við besta reifara. Nefna má í þessu sambandi kafla þar sem er verið að lýsa því þegar íslenskir ráðamenn voru að gera sér grein fyrir því að tilraunir til að verja íslenska bankakerfið haustið 2008 voru dæmdar til að mistakast.

Frá hruninu hafa fjölmiðlar mikið fjallað um vöxt bankakerfisins og hvernig stjórnendur og eigendur bankanna stóðu að málum. Kannski hafa flestir reiknað með að nefndin gæti bætt fáu nýju við þær upplýsingar. Nefndin dregur hins vegar saman ítarlegar upplýsingar um útþenslu bankanna. Lesandi fer fljótlega að spyrja sig hvað stjórnendur og eigendur bankanna voru eiginlega að hugsa.

Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, sagði á blaðamannafundinum, að skammtímasjónarmið hefðu ráðið ferðinni hjá stjórnendum og stærstu eigendum bankanna. Hagnaðarvonin hefði verið mikil ef til skamms tíma var litið.

Fram að þessu hefur lítið heyrst frá sumum af þeim sem gegndu lykilhlutverki í aðdraganda að hruni bankanna. Í skýrslunni koma fram skýringar Geirs H. Haade forsætisráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og fleiri sem gegndu ábyrgðarstörfum á þessum tíma. Þær varpa nýju ljósi á það sem gerðist.

Rannsóknarnefndin tók skýrslu af fjölmörgum þeirra sem komu að málum bankanna, eftirlitsstofnunum og stjórn landsins. Páll Hreinsson sagði á blaðamannafundinum í dag að af öllum þeim sem nefndin hefði rætt við hefði enginn viðurkennt að hafa gert mistök. Nú er hætt við að þjóðin spyrji, er ekki kominn tími til játninga?

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag.
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...