Fréttaskýring: Skýrslan kom þjóðinni á óvart

Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni.
Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrslan sem þjóðin er búin að bíða eftir í allan vetur virðist að sumu leyti hafa komið þjóðinni á óvart. Skýrslan er ekki varfærin eins og sumir áttu von á. Í henni er flett ofan af áhættusömum rekstri bankanna og hvernig stjórnkerfið stóð lamað gagnvart vandanum. 

Búið er að bíða lengi eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en hún átti upphaflega að vera tilbúin í nóvember. Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa í vetur verið með vangaveltur um hvað kynni að vera í skýrslunni. Þeir höfðu eðlilega ekki á miklu að byggja öðru en orðum Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, um þetta væru verstu tíðindi sem nokkur hefði þurft að færa þjóð sinni og Tryggva Gunnarssonar um oft hefði hann verið „verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“

Talsverð gagnrýni hefur komið fram á nefndina vegna tafa á birtingu skýrslunnar. Eins hafa heyrst þær raddir að ólíklegt væri að mikið nýtt væri í skýrslunni. Aðrir hafa sagt að líklegt væri að nefndin færi varfærnum orðum um það sem gerðist í aðdraganda hrunsins. Nú þegar skýrslan hefur verið birt er ljóst að hún dregur fram nýjar upplýsingar og að þar er ekki verið að fara í kringum hlutina. Nefndarmenn segja skoðun sína umbúðalaust og hika ekki við að nefna menn og fyrirtæki á nafn. Það er heldur ekki verið að hlífa stjórnmálamönnum. Gerð er grein fyrir fjárhagslegum tengslum þeirra og lántökum í bankakerfinu.

Fjallað er í skýrslunni um hvað ráðamenn og eftirlitsstofnanir vissu um vanda bankakerfisins áður en það hrundi og hvernig þeir brugðust við vandanum. Orð Vilhjálms Árnasonar prófessor á blaðamannafundinum í dag voru sláandi, en hann talaði um að menn hefðu staðið eins og lamaðir gagnvart vandanum.

Skýrslan er skrifuð á einföldu og læsilegu máli og færð eru skýr rök fyrir fullyrðingum nefndarinnar. Sumir kaflar skýrslunnar eru spennuþrungnir og má líkja við besta reifara. Nefna má í þessu sambandi kafla þar sem er verið að lýsa því þegar íslenskir ráðamenn voru að gera sér grein fyrir því að tilraunir til að verja íslenska bankakerfið haustið 2008 voru dæmdar til að mistakast.

Frá hruninu hafa fjölmiðlar mikið fjallað um vöxt bankakerfisins og hvernig stjórnendur og eigendur bankanna stóðu að málum. Kannski hafa flestir reiknað með að nefndin gæti bætt fáu nýju við þær upplýsingar. Nefndin dregur hins vegar saman ítarlegar upplýsingar um útþenslu bankanna. Lesandi fer fljótlega að spyrja sig hvað stjórnendur og eigendur bankanna voru eiginlega að hugsa.

Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, sagði á blaðamannafundinum, að skammtímasjónarmið hefðu ráðið ferðinni hjá stjórnendum og stærstu eigendum bankanna. Hagnaðarvonin hefði verið mikil ef til skamms tíma var litið.

Fram að þessu hefur lítið heyrst frá sumum af þeim sem gegndu lykilhlutverki í aðdraganda að hruni bankanna. Í skýrslunni koma fram skýringar Geirs H. Haade forsætisráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og fleiri sem gegndu ábyrgðarstörfum á þessum tíma. Þær varpa nýju ljósi á það sem gerðist.

Rannsóknarnefndin tók skýrslu af fjölmörgum þeirra sem komu að málum bankanna, eftirlitsstofnunum og stjórn landsins. Páll Hreinsson sagði á blaðamannafundinum í dag að af öllum þeim sem nefndin hefði rætt við hefði enginn viðurkennt að hafa gert mistök. Nú er hætt við að þjóðin spyrji, er ekki kominn tími til játninga?

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag.
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögregla varar við „suðrænum“ svindlurum

18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar á Facebook við suðrænum svindlurum, sem tókst um helgina að pranga inn á mann „gæðajakka“ sem reyndist alls ekki standast kröfur. Mennirnir eru sagðir sérstaklega „tunguliprir“ og halda sig til á bifreiðastæðum við stórverslanir. Meira »

Viðbragðstími flutninga of langur

18:05 Ljóst er að auka þarf útgjöld ríkisins til sjúkraflutninga ef bæta á við einni til tveimur sjúkraþyrlum. Landhelgisgæslan er í dag kölluð 130 sinnum út á ári í sjúkraflug en áætlanir ganga út frá því að bara á Suðurlandi og Vesturlandi verði útköll einnar sjúkraþyrlu um 300 til 600 á hverju ári. Meira »

Lést á 10 ára afmælisdaginn

17:26 Ragnar Emil Hallgrímsson lést í gær á 10 ára afmælisdeginum sínum. Ragnar þjáðist af sjaldgæfum taugahrörnunarsjúkdómi, SMA-1. Móðir hans sagði frá fráfalli hans á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Skóflustunga að nýjum stúdentagörðum

17:18 Fyrsta skóflustungan að nýjum stúdentagörðum sem munu rísa á háskólasvæðinu var tekin í dag. „Þetta nýtist bæði stúdentum og þeim sem vilja góðan almennan leigumarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meira »

„Sprengjan“ reyndist vera járnstykki

16:36 Hlutur sem fannst í fjörunni á Álftanesi í gær og leit út eins og jarðsprengja reyndist vera járnstykki úr vinnupalli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Endurbætur við Deildartunguhver

16:34 Í byrjun júlí ætla Veitur að hefja framkvæmdir við Deildartunguhver en á meðan framkvæmdunum stendur mun aðgengi að hvernum minnka. Þetta er gert til þess að bæta aðstöðu ferðamanna og tryggja öryggi þeirra. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna manndrápstilraunar

16:25 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás með að hafa ítrekað stungið annan mann í brjóst og handlegg þegar þeir voru um borð á hollensku skipi. Meira »

Steypuvinna hafin á Hörpureitnum

16:30 Framkvæmdir á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur þar sem Marriott hótel rís hófust klukkan 4 í nótt. Byrjað var að steypa grunn í holuna sem staðið hefur óhreyfð í fjölda ára en um þrjátíu starfsmenn unnu við verkefnið í nótt með bílum, tækjum og tólum. Meira »

Sagt að réttindin væru fullnægjandi

16:22 „Ákærði telur að orsök slyssins verði ekki rakin til einhvers sem hann bar ábyrgð á. Hann er launþegi hjá fyrirtækinu og hver er ábyrgð þess að ráða fólk til starfa með tilskilin réttindi? Um er að ræða óhappatilvik og þá spyr maður um ábyrgð útgerðarinnar.“ Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

16:19 Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Snærós Sindradóttir ráðin til RÚV

16:15 Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UNG-RÚV. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. Snærós hefur störf hjá RÚV í byrjun ágúst og mun leiða uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla. Meira »

Gáfu forsetanum pizzu í afmælisgjöf

16:09 Í tilefni afmælis Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag sendi Domino's honum pizzu í afmælisgjöf. Pizzan var að sjálfsögðu ananas-laus en eins og frægt er orðið lét Guðni þau orð falla fyrr á árinu að hann vildi helst banna ananas á pizzur. Meira »

Komu úr öðrum hverfum til að skemma

15:40 „Tilkynningar um eignaspjöll hafa alveg dottið niður. Við erum búin að ræða við langflesta þessara unglinga sem höfðu sig mest frammi. Það virðist hafa haft áhrif,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Sárin í mosanum grædd

14:57 Fyrir stuttu voru unnin skemmdarverk í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli. Í dag var vinnuhópur á vegum Orku Náttúrunnar að græða sárin með því að planta mosa í þau. Aðferðin er einföld og segir landgræðslustjóri ON að allir geti grætt sár í mosa í sínu nærumhverfi. Meira »

Slóst utan í annan krana

14:46 Byggingakrani féll þegar verið var að taka hann niður við Vesturbæjarskóla um klukkan hálftvö í dag. Að sögn Atla Hafsteinssonar, staðarstjóra hjá Munck á Íslandi sem er verktaki á svæðinu, slóst kraninn utan í annan krana en engin slys urðu á fólki. Meira »

Auka eigi kröfur um þekkingu

15:17 Vinna Samgöngustofu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in, sem farið var í eftir að rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því að stofnuninni að gera auknar kröfur um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu og viðhaldi fisa, er á lokastigi. Meira »

Afnema sumarlokanir

14:55 Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir skerðingu á matarþjónustu fyrir eldri borgara sem margir nýta sér í hádeginu. Meira »

Ætla að annast kaup á námsgögnum

14:44 Kársnesskóli hefur í samstarfi við foreldrafélagið ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur skólans fyrir næst skólaár. Skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning foreldrafélagsins. Meira »
Yaris Hybrid 2012
Til sölu Yaris Hybrid 2012, ekinn 43000 km. Einn eigandi. Nýtt í bremsum. Verð 1...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...