Fréttaskýring: Skýrslan kom þjóðinni á óvart

Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni.
Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrslan sem þjóðin er búin að bíða eftir í allan vetur virðist að sumu leyti hafa komið þjóðinni á óvart. Skýrslan er ekki varfærin eins og sumir áttu von á. Í henni er flett ofan af áhættusömum rekstri bankanna og hvernig stjórnkerfið stóð lamað gagnvart vandanum. 

Búið er að bíða lengi eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en hún átti upphaflega að vera tilbúin í nóvember. Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa í vetur verið með vangaveltur um hvað kynni að vera í skýrslunni. Þeir höfðu eðlilega ekki á miklu að byggja öðru en orðum Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, um þetta væru verstu tíðindi sem nokkur hefði þurft að færa þjóð sinni og Tryggva Gunnarssonar um oft hefði hann verið „verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“

Talsverð gagnrýni hefur komið fram á nefndina vegna tafa á birtingu skýrslunnar. Eins hafa heyrst þær raddir að ólíklegt væri að mikið nýtt væri í skýrslunni. Aðrir hafa sagt að líklegt væri að nefndin færi varfærnum orðum um það sem gerðist í aðdraganda hrunsins. Nú þegar skýrslan hefur verið birt er ljóst að hún dregur fram nýjar upplýsingar og að þar er ekki verið að fara í kringum hlutina. Nefndarmenn segja skoðun sína umbúðalaust og hika ekki við að nefna menn og fyrirtæki á nafn. Það er heldur ekki verið að hlífa stjórnmálamönnum. Gerð er grein fyrir fjárhagslegum tengslum þeirra og lántökum í bankakerfinu.

Fjallað er í skýrslunni um hvað ráðamenn og eftirlitsstofnanir vissu um vanda bankakerfisins áður en það hrundi og hvernig þeir brugðust við vandanum. Orð Vilhjálms Árnasonar prófessor á blaðamannafundinum í dag voru sláandi, en hann talaði um að menn hefðu staðið eins og lamaðir gagnvart vandanum.

Skýrslan er skrifuð á einföldu og læsilegu máli og færð eru skýr rök fyrir fullyrðingum nefndarinnar. Sumir kaflar skýrslunnar eru spennuþrungnir og má líkja við besta reifara. Nefna má í þessu sambandi kafla þar sem er verið að lýsa því þegar íslenskir ráðamenn voru að gera sér grein fyrir því að tilraunir til að verja íslenska bankakerfið haustið 2008 voru dæmdar til að mistakast.

Frá hruninu hafa fjölmiðlar mikið fjallað um vöxt bankakerfisins og hvernig stjórnendur og eigendur bankanna stóðu að málum. Kannski hafa flestir reiknað með að nefndin gæti bætt fáu nýju við þær upplýsingar. Nefndin dregur hins vegar saman ítarlegar upplýsingar um útþenslu bankanna. Lesandi fer fljótlega að spyrja sig hvað stjórnendur og eigendur bankanna voru eiginlega að hugsa.

Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, sagði á blaðamannafundinum, að skammtímasjónarmið hefðu ráðið ferðinni hjá stjórnendum og stærstu eigendum bankanna. Hagnaðarvonin hefði verið mikil ef til skamms tíma var litið.

Fram að þessu hefur lítið heyrst frá sumum af þeim sem gegndu lykilhlutverki í aðdraganda að hruni bankanna. Í skýrslunni koma fram skýringar Geirs H. Haade forsætisráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og fleiri sem gegndu ábyrgðarstörfum á þessum tíma. Þær varpa nýju ljósi á það sem gerðist.

Rannsóknarnefndin tók skýrslu af fjölmörgum þeirra sem komu að málum bankanna, eftirlitsstofnunum og stjórn landsins. Páll Hreinsson sagði á blaðamannafundinum í dag að af öllum þeim sem nefndin hefði rætt við hefði enginn viðurkennt að hafa gert mistök. Nú er hætt við að þjóðin spyrji, er ekki kominn tími til játninga?

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag.
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Stúdíóíbúð í Ártúnsholti
Til leigu 23 m² stúdíóíbúð í Ártúnsholtinu. Íbúðin er herbergi með eldhúskrók og...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...