Fréttaskýring: Skýrslan kom þjóðinni á óvart

Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni.
Sigríður Benediktsdóttir situr í rannsóknarnefndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrslan sem þjóðin er búin að bíða eftir í allan vetur virðist að sumu leyti hafa komið þjóðinni á óvart. Skýrslan er ekki varfærin eins og sumir áttu von á. Í henni er flett ofan af áhættusömum rekstri bankanna og hvernig stjórnkerfið stóð lamað gagnvart vandanum. 

Búið er að bíða lengi eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, en hún átti upphaflega að vera tilbúin í nóvember. Fjölmiðlar og álitsgjafar hafa í vetur verið með vangaveltur um hvað kynni að vera í skýrslunni. Þeir höfðu eðlilega ekki á miklu að byggja öðru en orðum Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, um þetta væru verstu tíðindi sem nokkur hefði þurft að færa þjóð sinni og Tryggva Gunnarssonar um oft hefði hann verið „verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð.“

Talsverð gagnrýni hefur komið fram á nefndina vegna tafa á birtingu skýrslunnar. Eins hafa heyrst þær raddir að ólíklegt væri að mikið nýtt væri í skýrslunni. Aðrir hafa sagt að líklegt væri að nefndin færi varfærnum orðum um það sem gerðist í aðdraganda hrunsins. Nú þegar skýrslan hefur verið birt er ljóst að hún dregur fram nýjar upplýsingar og að þar er ekki verið að fara í kringum hlutina. Nefndarmenn segja skoðun sína umbúðalaust og hika ekki við að nefna menn og fyrirtæki á nafn. Það er heldur ekki verið að hlífa stjórnmálamönnum. Gerð er grein fyrir fjárhagslegum tengslum þeirra og lántökum í bankakerfinu.

Fjallað er í skýrslunni um hvað ráðamenn og eftirlitsstofnanir vissu um vanda bankakerfisins áður en það hrundi og hvernig þeir brugðust við vandanum. Orð Vilhjálms Árnasonar prófessor á blaðamannafundinum í dag voru sláandi, en hann talaði um að menn hefðu staðið eins og lamaðir gagnvart vandanum.

Skýrslan er skrifuð á einföldu og læsilegu máli og færð eru skýr rök fyrir fullyrðingum nefndarinnar. Sumir kaflar skýrslunnar eru spennuþrungnir og má líkja við besta reifara. Nefna má í þessu sambandi kafla þar sem er verið að lýsa því þegar íslenskir ráðamenn voru að gera sér grein fyrir því að tilraunir til að verja íslenska bankakerfið haustið 2008 voru dæmdar til að mistakast.

Frá hruninu hafa fjölmiðlar mikið fjallað um vöxt bankakerfisins og hvernig stjórnendur og eigendur bankanna stóðu að málum. Kannski hafa flestir reiknað með að nefndin gæti bætt fáu nýju við þær upplýsingar. Nefndin dregur hins vegar saman ítarlegar upplýsingar um útþenslu bankanna. Lesandi fer fljótlega að spyrja sig hvað stjórnendur og eigendur bankanna voru eiginlega að hugsa.

Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, sagði á blaðamannafundinum, að skammtímasjónarmið hefðu ráðið ferðinni hjá stjórnendum og stærstu eigendum bankanna. Hagnaðarvonin hefði verið mikil ef til skamms tíma var litið.

Fram að þessu hefur lítið heyrst frá sumum af þeim sem gegndu lykilhlutverki í aðdraganda að hruni bankanna. Í skýrslunni koma fram skýringar Geirs H. Haade forsætisráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og fleiri sem gegndu ábyrgðarstörfum á þessum tíma. Þær varpa nýju ljósi á það sem gerðist.

Rannsóknarnefndin tók skýrslu af fjölmörgum þeirra sem komu að málum bankanna, eftirlitsstofnunum og stjórn landsins. Páll Hreinsson sagði á blaðamannafundinum í dag að af öllum þeim sem nefndin hefði rætt við hefði enginn viðurkennt að hafa gert mistök. Nú er hætt við að þjóðin spyrji, er ekki kominn tími til játninga?

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag.
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, kynnir skýrsluna í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...