Stjórnmálamenn rísi undir ábyrgð

Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir skýrslu rannsóknarnefndar leggja ríkar skyldur á herðar þingmanna, og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Hann lýsir Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn til þessa verks að vinna að nauðsynlegum úrbótum.

Bjarni sagði augljóst að framtíð bankanna var skrifuð í skýin fyrir árið 2008 og alþjóðleg fjármálakrísa skipti litlu um fall þeirra. Honum hafi misboðið líkt og þjóðinni allri lýsingin á framferði eigenda og stjórnenda bankanna. Þeir hafi misnotað aðstöðu sína með grófum hætti og slíka framgöngu verði að stöðva. Hún verði að heyra sögunni til. Þeir einstaklingar sem fóru á svig við lög og reglur verði látnir sæta ábyrgð.

Hann lýsti einnig vonbrigðum sínum með réttarkerfið, þ.e. hversu seint gangi að rannsaka mál og ákæra í þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert