Tæp hálf milljón fyrir smölun í Tálkna

Greiddar verða 10.000 krónur á dag fyrir hvern smala og …
Greiddar verða 10.000 krónur á dag fyrir hvern smala og 25.000 krónur fyrir hvern smalahund. mbl.is/Árni Torfason

Heildarkostnaður við smölun í Tálkna í október í fyrra og í janúar á þessu ári nemur samkvæmt tillögu landbúnaðarnefndar Vesturbyggðar um 456.000 krónum.

Á fundi landbúnaðarnefndar Vesturbyggðar þann 23. febrúar, sem nú hefur verið gerð opinber var lögð fram tímaskýrsla og samantekt vegna smölunar fjár í Tálkna í október 2009 og janúar 2010. Formaður nefndarinnar lagði til að greiddar verði 10.000 krónur á dag fyrir hvern smala og 25.000 krónur fyrir hvern smalahund. Farið var yfir þátttakendur í smöluninni og gerðar nokkra breytingar.

Heildarkostnaði við smölunina nemur því samkvæmt tillögunni 456.104 krónum en það er lækkun um 246.980 krónur miðað við fyrri hugmyndir. Bæjarstjóra var falið að ganga frá málinu í samráði við oddvita Tálknafjarðarhrepps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert