Fólk haldi ró sinni

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti fund í hádeginu með almannavörnum til að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hún segir ljóst að hamfarir á svæðinu séu miklar en tekur fram að störf allra viðbúnaðaraðila sé til fyrirmyndar.

„Það sem við búum að er mjög gott öryggis- og almannavarnakerfi, sem er alltaf að sýna sig og sanna og er að gera að þessu sinni líka. Það veitir manni mikla öryggiskennd að vita af því,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is að loknum fundi með almannavörnum.

„Ég held að það sé engin ástæða til annars en að fólk haldi fullkomlega ró sinni. Það er allt undir stjórn hérna,“ segir Jóhanna.

„Við munum fara yfir allt sem skeður þarna, það tjón sem þarna verður o.s.frv. - sem fólk fær auðvitað bætt. Það er fylgst með þessu mjög náið, bæði í stjórnkerfinu og hérna í almannavarnakerfinu,“ segir Jóhanna.

Klukkan 13:30 hefst fundur allra ráðuneytisstjóra í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð, þar sem aðgerðir verða samræmdar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert