Sérstökum saksóknara skylt að veita lögmanni gögn

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að embætti sérstaks saksóknara sé skylt að veita lögmanni einstaklings sem er til rannsóknar hjá embættinu greinargerð vegna rannsóknar á starfsemi eins félags hans.

Um er að ræða greinargerð sem fyrrverandi forstjóri tiltekins félagsins ritaði og sendi embættinu 23. desember 2009. Í tölvupósti með greinargerðinni segir: „[Forstjórinn] hefur nú af þessu tilefni tekið saman viðamikla greinar­gerð ásamt fylgiskjölum sem eru alls 155 að tölu.  Fylgja þau hjálagt erindi þessu.  Í greinargerðinni fer [forstjórinn] ítarlega yfir starfstíma sinn hjá [...] á árunum 2005-2009, samskipti sín við eigendur og hluthafa félagsins, starfsmenn og millistjórnendur sem og þau stjórnvöld sem á umræddum tíma sinntu lögboðnu eftirliti með [...] starfsemi og fjármálamarkaðnum.“

Í greinargerð embættis sérstaks saksóknara segir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á ætluðum brotum sem varði m.a. lánveitingar tiltekins félags, dótturfélaga og tengdra félaga á árunum 2005-2008, aðkomu þess að fjárfestingaverkefnum og eignatilfærslur í sjóðum.

Umrædd greinargerð teljist ekki til skjala málsins og því sé honum ekki skylt að láta þau af hendi. Um sé að ræða greinargerð einstaklings með réttarstöðu sakbornings sem hafi verið komið á framfæri við lögreglu að eigin frumkvæði og feli í sér úttekt viðkomandi til skýringar á störfum hans hjá félaginu. Almennt sé ekki gert ráð fyrir að sakborningur leggi fram slíkt gögn nema þá eftir að ákæra hafi verið gefin út.

Lögmaður mannsins byggði á því að gögnin varði augljóslega það sakarefni sem að skjólstæðing hans sé beint enda stafi gögnin frá einstakling sem hafi ásamt skjólstæðingnum stöðu sakbornings við rannsóknina. Hafi umræddur fyrrverandi forstjóri ítrekað, bæði í fjölmiðlum og í skýrslutökum hjá saksóknara, borið af sér sakir með því að vísa ábyrgð yfir á aðra, ekki síst skjólstæðinginn. Ljóst sé að skjólstæðingurinn verði að hafa tök á því að leggja sjálfstætt mat á það hvort skýrsla forstjóra félags, sem hann var í fyrirsvari fyrir sem stjórnar­formaður og rannsókn beinist gegn, kunni að hafa sönnunargildi.

Dómurinn féllst ekki á rök sérstaks saksóknara enda ekkert aðhafst til að sýna fram á að efni skýrslunnar varði ekki það sakarefni sem beint er að skjólstæðingi lögmannsins.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...