Öllu flugi um Lundúnir aflýst

Aska yfir Mýrdalssandi í morgun
Aska yfir Mýrdalssandi í morgun mbl.is/Jónas Erlendsson

Öllu flugi um Lundúnir hefur verið aflýst frá og með klukkan tólf á hádegi á staðartíma, klukkan 11 að íslenskum tíma. Er þetta gert vegna ösku frá eldgosinu á Íslandi. Gildir þetta um þrjá helstu flugvelli borgarinnar: Heathrow, Stansted og Gatwick.

Þegar hefur yfir 300 flugum verið aflýst um flugvelli borgarinnar.

Flugumferð var í nótt bönnuð í norðurhluta Noregs og Svíþjóðar vegna öskunnar frá gosinu í Eyjafjallajökli.  Búist er við truflun á flugi um Skandinavíu í dag.

Fyrr í morgun var greint frá því að truflanir yrðu á flugi til Aberdeen, Edinburgh og Glasgow. Auk þess sem búist var við truflunum á allt að 90% af því flugi sem fer um flugvellina í Manchester, Liverpool, Newcastle og Birmingham.

Ákvarðanir um að breyta flugáætlun eru í samræmi við alþjóðlegar reglur.

Sjá helstu frétt BBC um eldgosið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert