Búa sig undir öskufall

Unnið hefur verið að því að loka fyrir öll göt …
Unnið hefur verið að því að loka fyrir öll göt á útihúsum á Þorvaldseyri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Unnið hefur verið að því í dag að þétta glugga og loka fyrir öll göt á húsum á bæjum undir Eyjafjöllum. Spáð er norðanátt í kvöld og á morgun og þá má búast við miklu öskufalli undir Eyjafjöllum.

Þorvaldseyri er aðeins nokkra kílómetra frá eldgosinu og því má búast við að dimmt verði þar á morgun ef spár ganga eftir.

Búið er að taka allt búfé á hús og gefa tvöfaldan skammt af heyrúllum. Bændur hafa gert það sem þeir geta til að undirbúa sig undir það sem er í vændum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert