,,Gífurlegur áhugi"

Gosstrókurinn úr Fljótshlíðinni, utarlega.
Gosstrókurinn úr Fljótshlíðinni, utarlega. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

,,Gífurlegur áhugi hefur verið á eldgosinu sem nú er í Eyjafjallajökli," segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Rangárþings eystra, Elvari Eyvindssyni. ,,Eins og öllum er ljóst er gosið óútreiknanlegt og er því nauðsynlegt að takmarka umferð ferðafólks um svæðið. 

 Allir eru þó af vilja gerðir til að greiða götu áhugasamra eins og kostur er og til að mæta mikilli umferð ferðafólks og þörf fyrir leiðbeiningar á gossvæðinu hefur Rangárþing eystra opnað sérstaka gos-upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.  Upplýsingamiðstöðin hefur verið opin síðan í byrjun gossins á Fimmvörðuhálsi og er núna opin alla daga frá kl 9 - 18.00.  Síminn er 487 - 8043."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert