Joly fagnar útgáfu skýrslunnar

Eva Joly
Eva Joly

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segir að með henni sé þjóðin komin lengra en til dæmis Bretar varðandi Northern Rock-bankann. Hún segir að upplýsingarnar í skýrslunni séu allt eins mikilvægar þjóðinni og réttarhöld yfir mönnum sem þegar hafi verið afhjúpaðir og standi nú berskjaldaðir. Þetta kemur fram í DV í dag.

„Það er frábært að skýrslan skuli nú liggja fyrir. Það er afar þýðingarmikið fyrir íslensku þjóðina að hafa nú sýnt fram á að hún gat komið á fót sannleiksnefnd og leitt rannsókn á bankahruninu til lykta. Þetta er líka mikilvægt fyrir framhald málsins," segir Joly í samtali við DV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert