„Létum þetta líðast“

Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar. Golli

„Samfylkingin var hluti af því samfélagi  sem lét það líðast að viðskiptablokkir stefndu þjóðarhag í stórkostlega hættu og töpuðu taflinu með hrikalegu afleiðingum fyrir landsmenn alla,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Garðabæ.

Jóhanna sagði að kaflaskil hefðu orðið í umræðum um orsök banahrunsins með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagðist hafa talið mikilvægt að halda strax flokksstjórnarfund og ræða hlut Samfylkingarinnar, ábyrgð hennar og viðbrögð.

„Það er engin eftirspurn eftir „Ekki benda á mig leiknum“. Við getum ekki og eigum ekki að bregða okkur í hlut varðstjórans sem var að æfa lögreglukórinn. Engu að síður er það skylda okkar að reyna að skilgreina ástæður þess og orsakir að illa fór. Okkur ber að viðurkenna að Samfylkingin var hluti af því samfélagi  sem lét það líðast að viðskiptablokkir stefndu þjóðarhag í stórkostlega hættu og töpuðu taflinu með hrikalegum afleiðingum fyrir landsmenn alla.“

Jóhanna sagði mikilvægt að meginniðurstöður í skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefðu ekki verið dregnar í efna og því ætti hún að geta verið grundvöllur aðgerða, athafna og nauðsynlegra umbóta. 

„Auðvitað gat rannsóknarnefndin ekki komist að annarri niðurstöðu, en að eigendur bankanna og viðskiptablokkirnar ættu meginsök á falli bankanna. Alvarlegra er að lög eru leidd að því að stjórnendur þeirra hafi ekki einvörðungu farið á svik við lög og reglur heldur einnig brotið gegn lögum í veigamiklum atriðum,“ sagði Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert