„Mér finnst ég hafa brugðist“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í Garðabæ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.“ Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar, þegar hún ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún óskaði eftir að fá að ávarpa fundinn, en ræða hennar var ekki á upphaflegri dagskrá fundarins. 

„Rannsóknarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki gerst sek um mistök eða vanrækslu í starfi. Það er ekki léttbært að vera ásakaður um að hafa brugðist starfsskyldum sínum og eins og allir hljóta að skilja var mér því óendanlega létt við þessa niðurstöðu.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Þar með er ekki sagt að ég beri enga ábyrgð.

Ég ber ekki ábyrgð á störfum annarra en ég ber ábyrgð á sjálfri mér og gagnvart sjálfri mér. Ég ber ábyrgð á flokknum og gagnvart flokknum. Og ég ber ábyrgð gagnvart kjósendum flokksins.

Þegar ég nú horfi yfir tímabilið 2007-2009 þá geri ég það ekki af neinu stolti. Þvert á móti tel ég að margt hafi misfarist í stefnu og starfi Samfylkingarinnar sem ég ætla þó ekki að ræða hér í dag en eftirláta ykkur þá greiningu.

Ég kem hér upp bara til að segja ykkur að þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.

Ég brást sjálfri mér vegna þess að ég hélt ekki fast við þær grundvallarhugmyndir um nauðsynlegar breytingar á íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu sem ég lýsti m.a. í Borgarnesræðunni í febrúar 2003.

Ég brást ykkur flokksmönnum af sömu ástæðu. Ég leiddi flokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var þess ekki umkomið að taka á fjármálakerfi, sem við vissum að var stofnað til með pólitískri spillingu og helmingaskiptum.

Stjórnarsamstarfið hafði heldur ekki burði til að taka á vanhæfu stjórnkerfi þar sem aðskilnaðurinn milli stjórnmála og stjórnsýslu var löngu horfinn.Við slíkar aðstæður er voðinn vís. Þetta átti ég, með mína reynslu úr borginni, að vita.

Ég brást kjósendum flokksins sem trúðu því að með því að kjósa okkur í Samfylkingunni yrði einmitt tekið á þessum málum.

Eins og allir á ég mér auðvitað málsbætur en ég ætla ekki að færa þær fram hér. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur hefur sinn tíma eins og segir í Prédikaranum. Nú er tími yfirbótar en ekki útskýringa. Mitt pólitíska uppgjör við atburði undangenginna missera og ára bíður betri tíma.

Með því að segja þetta hér er ég ekki að reyna að verða mér úti um allsherjar aflátsbréf.

Ég segi þetta vegna þess að mér hefur oft orðið hugsað til þess á undanförnum mánuðum til hvers ég hafi starfað, talað og hugsað um stjórnmál í nærri 30 ár? Varð það allt að engu í hruninu? Hvarf mitt pólitíska framlag eins og hendi væri veifað rétt eins og hlutabréfin í bönkunum?

Og skipti þetta framlag yfirleitt einhverju máli? Breytti starfið einhverju til hins betra, var eitthvað það hugsað og sagt og gert sem gat verið öðrum hvatning til sköpunar og framfara?

Já, í einlægni sagt þá held ég það. Mér finnst ég ekki hafa til einskis starfað í stjórnmálum þó auðvitað verði mitt streð eins og annarra lagt í dóm sögunnar þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sér til sólar á Norðaustur og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að það sjá til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...