„Mér finnst ég hafa brugðist“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í Garðabæ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.“ Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar, þegar hún ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún óskaði eftir að fá að ávarpa fundinn, en ræða hennar var ekki á upphaflegri dagskrá fundarins. 

„Rannsóknarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki gerst sek um mistök eða vanrækslu í starfi. Það er ekki léttbært að vera ásakaður um að hafa brugðist starfsskyldum sínum og eins og allir hljóta að skilja var mér því óendanlega létt við þessa niðurstöðu.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Þar með er ekki sagt að ég beri enga ábyrgð.

Ég ber ekki ábyrgð á störfum annarra en ég ber ábyrgð á sjálfri mér og gagnvart sjálfri mér. Ég ber ábyrgð á flokknum og gagnvart flokknum. Og ég ber ábyrgð gagnvart kjósendum flokksins.

Þegar ég nú horfi yfir tímabilið 2007-2009 þá geri ég það ekki af neinu stolti. Þvert á móti tel ég að margt hafi misfarist í stefnu og starfi Samfylkingarinnar sem ég ætla þó ekki að ræða hér í dag en eftirláta ykkur þá greiningu.

Ég kem hér upp bara til að segja ykkur að þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.

Ég brást sjálfri mér vegna þess að ég hélt ekki fast við þær grundvallarhugmyndir um nauðsynlegar breytingar á íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu sem ég lýsti m.a. í Borgarnesræðunni í febrúar 2003.

Ég brást ykkur flokksmönnum af sömu ástæðu. Ég leiddi flokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var þess ekki umkomið að taka á fjármálakerfi, sem við vissum að var stofnað til með pólitískri spillingu og helmingaskiptum.

Stjórnarsamstarfið hafði heldur ekki burði til að taka á vanhæfu stjórnkerfi þar sem aðskilnaðurinn milli stjórnmála og stjórnsýslu var löngu horfinn.Við slíkar aðstæður er voðinn vís. Þetta átti ég, með mína reynslu úr borginni, að vita.

Ég brást kjósendum flokksins sem trúðu því að með því að kjósa okkur í Samfylkingunni yrði einmitt tekið á þessum málum.

Eins og allir á ég mér auðvitað málsbætur en ég ætla ekki að færa þær fram hér. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur hefur sinn tíma eins og segir í Prédikaranum. Nú er tími yfirbótar en ekki útskýringa. Mitt pólitíska uppgjör við atburði undangenginna missera og ára bíður betri tíma.

Með því að segja þetta hér er ég ekki að reyna að verða mér úti um allsherjar aflátsbréf.

Ég segi þetta vegna þess að mér hefur oft orðið hugsað til þess á undanförnum mánuðum til hvers ég hafi starfað, talað og hugsað um stjórnmál í nærri 30 ár? Varð það allt að engu í hruninu? Hvarf mitt pólitíska framlag eins og hendi væri veifað rétt eins og hlutabréfin í bönkunum?

Og skipti þetta framlag yfirleitt einhverju máli? Breytti starfið einhverju til hins betra, var eitthvað það hugsað og sagt og gert sem gat verið öðrum hvatning til sköpunar og framfara?

Já, í einlægni sagt þá held ég það. Mér finnst ég ekki hafa til einskis starfað í stjórnmálum þó auðvitað verði mitt streð eins og annarra lagt í dóm sögunnar þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...