„Mér finnst ég hafa brugðist“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í ...
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir við upphaf flokksstjórnarfundarins í Garðabæ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.“ Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar, þegar hún ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún óskaði eftir að fá að ávarpa fundinn, en ræða hennar var ekki á upphaflegri dagskrá fundarins. 

„Rannsóknarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki gerst sek um mistök eða vanrækslu í starfi. Það er ekki léttbært að vera ásakaður um að hafa brugðist starfsskyldum sínum og eins og allir hljóta að skilja var mér því óendanlega létt við þessa niðurstöðu.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Þar með er ekki sagt að ég beri enga ábyrgð.

Ég ber ekki ábyrgð á störfum annarra en ég ber ábyrgð á sjálfri mér og gagnvart sjálfri mér. Ég ber ábyrgð á flokknum og gagnvart flokknum. Og ég ber ábyrgð gagnvart kjósendum flokksins.

Þegar ég nú horfi yfir tímabilið 2007-2009 þá geri ég það ekki af neinu stolti. Þvert á móti tel ég að margt hafi misfarist í stefnu og starfi Samfylkingarinnar sem ég ætla þó ekki að ræða hér í dag en eftirláta ykkur þá greiningu.

Ég kem hér upp bara til að segja ykkur að þegar ég horfi yfir þessi tvö ár þá finnst mér ég hafa brugðist.

Ég brást sjálfri mér vegna þess að ég hélt ekki fast við þær grundvallarhugmyndir um nauðsynlegar breytingar á íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu sem ég lýsti m.a. í Borgarnesræðunni í febrúar 2003.

Ég brást ykkur flokksmönnum af sömu ástæðu. Ég leiddi flokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var þess ekki umkomið að taka á fjármálakerfi, sem við vissum að var stofnað til með pólitískri spillingu og helmingaskiptum.

Stjórnarsamstarfið hafði heldur ekki burði til að taka á vanhæfu stjórnkerfi þar sem aðskilnaðurinn milli stjórnmála og stjórnsýslu var löngu horfinn.Við slíkar aðstæður er voðinn vís. Þetta átti ég, með mína reynslu úr borginni, að vita.

Ég brást kjósendum flokksins sem trúðu því að með því að kjósa okkur í Samfylkingunni yrði einmitt tekið á þessum málum.

Eins og allir á ég mér auðvitað málsbætur en ég ætla ekki að færa þær fram hér. Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur hefur sinn tíma eins og segir í Prédikaranum. Nú er tími yfirbótar en ekki útskýringa. Mitt pólitíska uppgjör við atburði undangenginna missera og ára bíður betri tíma.

Með því að segja þetta hér er ég ekki að reyna að verða mér úti um allsherjar aflátsbréf.

Ég segi þetta vegna þess að mér hefur oft orðið hugsað til þess á undanförnum mánuðum til hvers ég hafi starfað, talað og hugsað um stjórnmál í nærri 30 ár? Varð það allt að engu í hruninu? Hvarf mitt pólitíska framlag eins og hendi væri veifað rétt eins og hlutabréfin í bönkunum?

Og skipti þetta framlag yfirleitt einhverju máli? Breytti starfið einhverju til hins betra, var eitthvað það hugsað og sagt og gert sem gat verið öðrum hvatning til sköpunar og framfara?

Já, í einlægni sagt þá held ég það. Mér finnst ég ekki hafa til einskis starfað í stjórnmálum þó auðvitað verði mitt streð eins og annarra lagt í dóm sögunnar þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Skemmtistað lokað af lögreglu

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjú leytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...