Nýr varaformaður kosinn á landsfundi

Valhöll.
Valhöll.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver muni taka við sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem hefur sagt af sér formennsku. Óli Björn Kárason tekur hins vegar sæti Þorgerðar á Alþingi skv. upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum.

Þess má þó geta þess að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að í lok árs 2005 skuldaði Óli Björn bönkunum 478 milljónir króna. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann sagði að lánin væru eðlileg viðskipti.

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við mbl.is að það sé verkefni landsfundar velja nýjan varaformann.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni í morgun að landsfundi verði flýtt. Bjarni mun funda með miðstjórn flokksins, sem fer með æðsta vald flokksins á milli landsfunda, eftir helgi.

Jónmundur segir að frekari tímasetningar og ákvarðanir varðandi næsta landsfund muni skýrast þá. „Það er enginn varaformaður í flokknum þar til nýr verður kjörinn,“ segir Jónmundur. 

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert