„Þetta var pólitísk ákvörðun“

Steingrímur Ari Arason
Steingrímur Ari Arason

„Þetta var pólitísk ákvörðun að taka upp viðræður við þessa aðila,“ sagði Steingrímur Ari Arason í samtali við Rás tvö í morgun um þá ákvörðun að hefja viðræður við Samson og S-hópinn um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka. Steingrímur Ari sagði sig úr einkavæðingarnefnd árið 2002 vegna óánægju með hvernig staðið var að sölu bankanna.

„Ég lýsti því fyrir rannsóknarnefndinni að ég telji 99,9% líkur á því að það hefðu verið þeir Halldór [Ásgrímsson] og Davíð [Oddsson] sem tóku ákvörðun um að selja bankana og hefja viðræður við þessa tvo aðila, S-hópinn og Samson.“

Steingrímur Ari sagði að kornið sem fyllti mælinn hefði verið þegar samþykkt var að fallast á kröfu Samson um að fá afslátt af verði Landsbankans vegna þess sem var í afskriftasjóði. Afslátturinn nam 700 milljónum.

„Í fyrsta lagi fannst mér óeðlilegt að fara í samningaviðræður um verðið. Það lá alveg fyrir að ef þeir fengju þennan afslátt þá væri þeirra verðtilboð [Samson] orðið lægra heldur en keppinautanna og svo er hitt, og það gleymist stundum, að ríkið var orðið í rauninni minnihlutaeigandi í Landsbankanum á þessum tíma. Landsbankinn var almenningshlutafélag skráð á markaði og ég gat ekki séð að það stæðist almennar reglur að gefa tilteknum aðila færi á því að fara inn í bankann með þessum hætti, að kynna sér skuldir hverra væru í þessum afskriftasjóði og kynna sér hvort væri líklegt að þeir gætu greitt eða ekki.“

Steingrímur Ari sagði að endurskoðendur Samson hefðu fengið að fara inn í bankann og skoða afskriftarsjóðinn. Þannig hefði ekki verið staðið að málum þegar kom að sölu Búnaðarbankans.

Steingrímur Ari sagði að hálfu stjórnvalda hefði mikil áhersla verið lögð á að ljúka sölunni fyrir kosningarnar 2003, en í stjórnarsáttmála sagði að ljúka ætti sölu bankanna á kjörtímabilinu.

Steingrímur Ari sagði að talsvert hefði verið rætt um að eignarhaldið á bönkunum ætti að vera dreift. Einkavæðingarnefnd hefði hins vegar ekki rætt málið á þeim nótum að eignarhaldið ætti að vera dreift um alla framtíð, „heldur að hafa ferlið gegnsætt, hafið yfir vafa og við töldum í rauninni að markaðsaðilar ættu að geta séð um að búa til þá kjölfestu fyrir bankana sem talin var nauðsynleg.“

Steingrímur Ari sagði þessi vinnubrögð væru hluti af því almenna virðingaleysi sem væri hér á landi í umgengni við settar reglur. „Menn viku reglunum til hliðar á rauninni ógegnsæjan hátt, þ.e.a.s reglunum var ekki bara breytt heldur voru þær settar til hliðar. Þetta gerðist innan bankanna og er enn að gerast í okkar þjóðfélagi. Við erum með reglur, en leyfum okkur - það er eins og það sé í kúltúrnum - að setja þær til hliðar.“

Steingrímur Ari sagðist ekki vera að halda því fram að lög hefðu verið brotin í tengslum við söluna. Ríkisendurskoðun hefði staðfest að ráðherrunum hefði verið heimilt lögum samkvæmt að víkja reglum til hliðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...