Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Stóra myndin er sú að þjóðhagsstærðirnar eru flestar ef ekki allar betri en menn bjuggust við," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðra endurskoðun efnahagsáætlunarinnar með Íslandi.

„Samdráttur landsframleiðslu var umtalsvert minni en menn gerðu ráð fyrir og munar þar þremur prósentustigum af landsframleiðslu. Líka að viðleitnin til að koma ríkisfjármálum á rétta kjöl er líka aðeins á undan áætlun. Það munar rúmu prósenti af landsframleiðslu þar. Þetta er auðvitað hvort tveggja jákvætt," bætir Gylfi við.

Viðskiptajöfnuðurinn sé líka mjög góður, útflutningur haldi sjó og rúmlega það, en innflutningur hafi minnkað mikið. ,,Svo það er mjög heilbrigður afgangur á viðskiptajöfnuði." Krónan hafi síðan róast mikið, þótt hún hafi ekki styrkst að neinu ráði, svo að helstu lykilstærðir séu allar í ágætu lagi.

AGS spáir 9,7% atvinnuleysi á þessu ári, 8,6% á því næsta en 3% árið 2014. Gylfi segist vona að þessi spá reynist of svartsýn. Innlendar spár hafi verið ívið bjartsýnni. Þessi þróun fari hins vegar eftir því hvernig hagkerfið í heild þróist.

„Þar er stærsti óvissuliðurinn fjárfesting. Ef fjárfestingar verða minni en gert er ráð fyrir, þá er hugsanlegt að þessi atvinnuleysisspá þeirra gangi eftir, en ef við náum að snúa þessum mikla samdrætti í fjárfestingu að einhverju leyti við ættum við að sjá að það verði ekki mikið hærra en það er núna," segir Gylfi. Þá minnki atvinnuleysið í sumar eins og alltaf, en fari svo ekki jafnhátt næsta vetur eins og það gerði núna í vetur.

Í skýrslu AGS segir að harðari stjórn á gjaldeyrishöftum hafi stutt við gjaldmiðilinn undanfarið. Áframhaldandi árvekni gegn sniðgöngu á höftunum sé nauðsynleg, þar á meðal vilji til þess að herða gjaldeyrishöftin ef það reynist nauðsynlegt

Aðspurður segir Gylfi helst ekki vilja herða höftin svo þau þrengi meira að. „En ef það koma í ljós einhverjar glufur sem menn eru að nota sér, sem ekki var ætlunin að væru til staðar. Þá þurfum við að loka þeim. Og auðvitað líka ef menn beinlínis brjóta lög og fara í gegnum höftin þannig, þá þarf að refsa mönnum fyrir það. En auðvitað er stefnan sú að höftunum verði síðan smám saman aflétt. Það hefur ekkert breyst en það er ekki búið að tímasetja það neitt.“

mbl.is

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Stimplar
...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...