Framsókn opnar kosningaskrifstofu

Framsóknarmenn í Reykjavík opna kosningaskrifstofu sína í dag
Framsóknarmenn í Reykjavík opna kosningaskrifstofu sína í dag

Framsóknarmenn í Reykjavík opna kosningaskrifstofu sína að Hverfisgötu 33 í dag og munu þeir Einar Skúlason oddviti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins flytja ávörp.

Skrifstofan verður opin frá kl. 14 -16 og verður boðið upp á veitingar, hoppukastala og skemmtiatriði s.s. jass frá Tótu og Ragga og rokktónlist frá nemendum Borgarholtsskóla sem koma til með að flytja lög úr söngleiknum Lísu í Undralandi. Þá verða trúðar á svæðinu sem bjóða upp á blöðrudýr og andlitsmálun fyrir börn á öllum aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert