Dýrafjarðargöngum seinkar

Séð inn Dýrafjörð.
Séð inn Dýrafjörð. www.mats.is

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það misskilning sem fram kom í vefmiðlinum bb.is að Dýrafjarðargöng hafi verið slegin af. Hið rétta sé að þeim hafi verið seinkað eins og mörgum öðrum verkum vegna niðurskurðar á fjármagni til vegagerðar á næstu árum.

Þetta kemur fram í grein sem ráðherra hefur sent bb.is. Þar segir að vegna mikils niðurskurðar hafi þurft að raða á ný og nefnir hann einnig að vegna mikilla hækkana á verkefnum sem þegar er unnið að hafi þurft að veita meira fjármagni í þau. Það þýði einfaldlega að verkefni færast aftar.

„Engin verk hafa verið slegin út af áætlun en verk færast aftar vegna ofanritaðs. Þetta á við um öll verk, jafnt Dýrafjarðargöng sem og önnur mikilvæg verk um land allt. Allar ályktanir, t.d. Fjórðungssambands Vestfirðinga, sveitarstjórna og skoðanir sveitarstjórnarmanna, hafa verið í þá átt að leggja höfuðáherslu á framkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum og er það gert í þessari áætlun,“ segir ráðherra í grein sinni og ítrekar að áfram verði unnið að þeim verkefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert