Ekkert innanlandsflug

Flugvöllurinn á Egilsstöðum.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum. mbl.is/GSH

Allt innanlandsflug mun liggja niðri að minnsta kosti til klukkan hálf eitt í dag, en þá verður staðan endurmetin. Ekki er ljóst eins og er hvort flogið verði innanlands síðar í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir að vél Icelandair fljúgi þaðan til Glasgow um hádegisbilið. Millilandaflugi var í gærdag beint í gegnum Akureyrarflugvöll, en vegna breytinga á öskudreifingu hefur völlurinn verið lokaður síðan seint í gærkvöldi.

Síðan þá hefur millilandaflug farið í gegn Egilsstaðaflugvöll. Þar geta vélar enn lent bæði í blindflugi og sjónflugi. Næsta vél í millilandaflugi fer frá vellinum klukkan tíu.

Að sögn starfsmanns Akureyrarflugvallar eru menn ekkert sérstaklega bjartsýnir á að hægt verði að fljúga í innanlandsflugi í dag, miðað við hvernig spáir um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert