Hugmynd uppi um að Novator njóti ekki arðgreiðslna af Verne

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hlutur Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Verne holding var til umræðu á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í gærmorgun, en nefndin er með til umfjöllunar frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. Engin niðurstaða varð af fundinum en annar er boðaður strax eftir helgi.

„Við erum að vinna með mögulegar lendingar í málinu og þurfum að viða að okkur frekari upplýsingum áður en hægt er að ná niðurstöðu,“ sagði Skúli Helgason, formaður nefndarinnar. Þó hann þori ekki að segja fyrir um það, vonast hann til þess að málið verði klárað í næstu viku.

Einn þeirra sem hvað mest hafa þrýst á að málið verði klárað er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í iðnaðarnefnd. Hann segir siðferðisþáttinn sitja í mönnum, og sé það svo sem ekkert óeðlilegt. „En það liggja m.a. fyrir hugmyndir um, að girt verði fyrir að fyrirtæki Björgólfs Thors muni njóta þess arðs sem myndast vegna þeirra skattívilnana sem fyrirtækið fær, heldur komi það með öðrum hætti til baka.“

Jón bendir einnig á, að eitt öflugasta fjárfestingafélag í Bretlandi verði meirihlutaeigandi í félaginu og eignarhlutur Novator muni rýrna mikið í nánustu framtíð; stefni jafnvel niður í 5-7%. Hann minnir á að málið hefur verið til meðferðar í nefndinni síðan í desember og í dag sé 15% atvinnuleysi á Suðurnesjum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert