Ögmundur kemur forsetanum til varnar

Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Ögmundur Jónasson alþingismaður. Kristinn Ingvarsson

Ögmundur Jónasson alþingismaður telur að forseti Íslands hafi í viðtali á BBC verið að endurspegla áhyggjur sem jarðfræðingar og almenningur á Íslandi hafi af því að framundan kunni að vera tími meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hafi um langt skeið. Hann segir að forsetinn þurfi ekkert að leiðrétta því slík leiðrétting sé annað nafn á lygi.

Ögmundur segir þetta í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í dag. „Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi,“ segir Ögmundur.

Ögmundur minnir á að á tímum útrásarinnar hafi forsetinn verið lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Hugaræsing sem nú hafi gripið um sig vegna ummæla forsetans um hugsanlegt Kötlugos sé af sama toga. „Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem er auðveldast: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.“

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði á Alþingi í vikunni í kjölfar ummæla forsetans, að menn ættu ekki að kynda undir ótta við hugsanlegt Kötlugos.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert