Einn kom með veghefil

Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn.
Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn. Heiða Björg Scheving

„Það er alls staðar verið að vinna og hreinsa,“ sagði Árni Johnsen, alþingismaður, sem hefur verið undanfarna daga undir Eyjafjöllum. Eyjamenn ætla að bjóða konum undan Fjöllunum í dagsferð til Vestmannaeyja í næstu viku og stefna svo að goslokahátíð að loknu eldgosinu, enda komnir í æfingu.

Árni sagði að fjöldi sjálfboðaliða leggi nú hönd á plóginn á gossvæðinu auk slökkviliðsmanna á dælubílum og mjókurbílstjóra á mjólkurbílum sem flytja vatn til dælubílanna.  Hópar komu nú um helgina til aðstoðar og eru sjálfboðaliðarnir fleiri í dag en í gær, að sögn Árna. 

„Þeir eru að liðka til við hreinsunina og bústörfin. Svo eru hér galvaskir menn eins og Pétur Óli Pétursson, sem hefur verið hér í þrjá sólarhringa. Sumir koma með skóflu en Pétur Óli kom með veghefil!“

Árni hefur fylgt Pétri Óla um sveitirnar og sagði að hann sé búinn að hreinsa stór bæjarhlöð t.d. á Steinum, í Drangshlíð og á Hvassafelli með heflinum. Í gær og í dag hefur hann verið að vinna í Önundarhorni þar sem mikil aska lagðist yfir.

„Þar hefur hann rutt aur af túnum til að létta á þeim. Það skiptir miklu áður en túnin eru plægð að fjarlægja aurinn. Þetta er búið að prófa á tveimur stöðum og hefur tekist vel. 

Svo hefur hann heflað hlöðin á Önundarhorni og vinnuveg sem tengir öll tún. Nú er hann að vinna í leggnum að þjóðveginum sem er tæpir tveir kílómetrar,“ sagði Árni.

Árni sagði að þegar hugað verði að bótum fyrir það tjón sem Eyfellingar hafa orðið fyrir þurfi að setja nýtt yfirlag, mulning, á allar heimreiðar að sveitabæjum. Þegar góskan sé fjarlægð fari mölin með og hart undirlagið sé eitt eftir.

Mikil samstaða hjá fólkinu

„Mér finnst ríkjandi hér stóísk ró og baráttugleði,“ sagði Árni. „Auðvitað er beygur í sumum en hann er að fjara út. Það er mikil samstaða í fólkinu. Margir fara í mat í Heimalandi á hverjum degi og menn stappa stálinu hver í annan.“

Árni kvaðst hafa haft samband við bæði kvenfélögin undir Eyjafjöllum, Eygló og Fjallkonuna, því til stendur að bjóða öllum konum undir Fjöllunum í dagsferð til Vestmannaeyja, vonandi í næstu viku.  „Það er vonandi að sem flestar komi, þetta er allt í góðum gír,“ sagði Árni.

„Við höfum hótað því Eyjamenn, þegar gosið er búið, að halda hér snöggsoðna goslokahátíð. Fá nokkra tanka af öli og hljóðfærum að Skógum. Við erum vanir,“ sagði Árni fullur af eldmóði.

Bændur undir Eyjafjöllum eru byrjaðir að plægja tún og akra
Bændur undir Eyjafjöllum eru byrjaðir að plægja tún og akra mbl.is/Þorgeir Sigurðsson
Árni Johnsen, alþingismaður.
Árni Johnsen, alþingismaður. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka þann 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist þann 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst út frá því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem handteknir voru af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Þurrkari
...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...