Gufubaðið á Laugarvatni opnað næsta sumar?

Gamla aðstaðan var rifin 2007 og áætlað hafði verið að …
Gamla aðstaðan var rifin 2007 og áætlað hafði verið að opna þá nýju ári síðar. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson

Óskað hefur verið eftir tilboðum í byggingu Gufubaðsins á Laugarvatni og er ráðgert að verkinu verði lokið 31. maí á næsta ári.

Sigurður Grétar Ólafsson, formaður verkkaupans Gufu ehf., segir að öll hönnun sé tilbúin og menn hafi fullan hug á að opna gufubaðið fyrir næsta sumar. Hann segir fjármögnun verksins að mestu vera lokið og að það verði fjármagnað til helminga með innlendu hlutafé og lánsfé úr íslenskum bönkum.

Farið sé eftir sömu áætlunum og til voru fyrir bankahrun en með einhverjum breytingum þó.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert