Dýrkeypt yfirlýsing forsetans

Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.
Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.

Katla gæti gosið innan 15, 10 eða 5 ára, jafnvel fyrr, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem varaði Bandaríkjamenn við eldfjallinu í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC. Líklegt er að sambærileg ummæli forsetans á BBC kunni að hafa kostað íslenska þjóðarbúið milljarða króna.

Þótt forsetinn bendi á óvissuna í slíkum spám eru sterkar vísbendingar um að umræðan um þær geti ein og sér haft mikinn fælingarmátt.

Merkilega lítið hefur verið fjallað um viðtalið á CNBC fyrir helgi þrátt fyrir þá spá forsetans að fækkun í bókunum ferða til landsins muni vara í nokkrar vikur. Svo athyglisvert þykir viðtalið að útskrift þess er boðin til sölu á vef Federal News Service og er verðið 5 bandaríkjadalir fyrir síðuna, alls 25 dalir fyrir 5 síður, að sögn starfsmanns FNS í Washington.

Þannig kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag, að útlit sé fyrir að íslenska þjóðarbúið verði af milljörðum króna í formi glataðra gjaldeyristekna vegna hruns í ferðabókunum til landsins.

Miðað við áframhaldandi 6-7% vöxt í greininni og að enginn vöxtur verði í ár þykir mega ganga út frá að tjónið nemi að minnsta kosti 9-11 milljörðum króna, sé reiknað út frá 155 milljarða gjaldeyristekjum á síðasta ári.

Fljótt flýgur gossagan

Forsetinn bendir bandarískum áhorfendum CNBC á að Íslendingar hafi sett saman neyðaráætlanir komi til eldgoss en til myndskreytingar velur sjónvarpsstöðin dramatísk myndbrot af gosinu í Eyjafjallajökli.

Fram kemur á fréttaleitarvél Google, www.news.google.com, að nafn forsetans komi fyrir í mörg þúsund fréttum víðsvegar að úr heiminum, svo ljóst er að ummælin hafa fengið byr undir báða vængi.

Forsetinn á þátt í þeirri útbreiðslu enda varar hann áhorfendur CNBC við að gos í Kötlu kunni að lama flugsamgöngur víða um heim.

Fleiri eldgos í vændum

Og það er aðeins forsmekkurinn. Fram undan kunni að vera jafnvel enn fleiri eldgos á næstu 20-30 árum.

Athygli vekur að forsetinn spáir áframhaldandi fækkun í bókunum á næstu vikum en það er þvert á yfirlýst markmið talsmanna ferðaþjónustunnar.

Forsetinn var að vanda háfleygur í orðavali og lýsti atburðarásinni á Íslandi svo að þar megi verða vitni að sköpun heimsins.

Vísar í Mósebók

Þannig komi fram í sköpunarsögu fyrstu Mósebókar að sköpun heimsins hafi tekið 6 daga, sköpun sem enn sé í gangi á Íslandi. 

Forsetinn tekur sérstaklega fram að Íslendingar setji öryggið í öndvegi og bendir á að enginn hafi látið lífið af völdum gossins á Íslandi eða í öðrum löndum.

Þegar blaðakonan, Bartiromo, bar viðbrögð Evrópusambandsins við hinni miklu röskun á flugi undir forsetann mátti lesa úr orðum hans gagnrýni á andvaraleysi sambandsins andspænis ógninni. Samhæfa þurfi betur viðbragðsáætlanir sambandsins.

Framtíðarhorfur í efnahagslífi þjóðarinnar eru einnig bornar undir forsetann og svarar hann því þá til að hans tilfinning sé að hagkerfið byrji að vaxa á síðari hluta ársins, spá sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu gæti vegið á móti.

Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
mbl.is

Innlent »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Lögbannsmálið ætti að skýrast í dag

14:04 Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, reiknar með að það skýrist í dag hvort farið verði fram á lögbann á fréttaflutning The Guardian af viðskiptavinum Glitnis. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

13:46 Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...