Dýrkeypt yfirlýsing forsetans

Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.
Forsetinn var háfleygur í orðavali að vanda.

Katla gæti gosið innan 15, 10 eða 5 ára, jafnvel fyrr, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem varaði Bandaríkjamenn við eldfjallinu í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC. Líklegt er að sambærileg ummæli forsetans á BBC kunni að hafa kostað íslenska þjóðarbúið milljarða króna.

Þótt forsetinn bendi á óvissuna í slíkum spám eru sterkar vísbendingar um að umræðan um þær geti ein og sér haft mikinn fælingarmátt.

Merkilega lítið hefur verið fjallað um viðtalið á CNBC fyrir helgi þrátt fyrir þá spá forsetans að fækkun í bókunum ferða til landsins muni vara í nokkrar vikur. Svo athyglisvert þykir viðtalið að útskrift þess er boðin til sölu á vef Federal News Service og er verðið 5 bandaríkjadalir fyrir síðuna, alls 25 dalir fyrir 5 síður, að sögn starfsmanns FNS í Washington.

Þannig kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag, að útlit sé fyrir að íslenska þjóðarbúið verði af milljörðum króna í formi glataðra gjaldeyristekna vegna hruns í ferðabókunum til landsins.

Miðað við áframhaldandi 6-7% vöxt í greininni og að enginn vöxtur verði í ár þykir mega ganga út frá að tjónið nemi að minnsta kosti 9-11 milljörðum króna, sé reiknað út frá 155 milljarða gjaldeyristekjum á síðasta ári.

Fljótt flýgur gossagan

Forsetinn bendir bandarískum áhorfendum CNBC á að Íslendingar hafi sett saman neyðaráætlanir komi til eldgoss en til myndskreytingar velur sjónvarpsstöðin dramatísk myndbrot af gosinu í Eyjafjallajökli.

Fram kemur á fréttaleitarvél Google, www.news.google.com, að nafn forsetans komi fyrir í mörg þúsund fréttum víðsvegar að úr heiminum, svo ljóst er að ummælin hafa fengið byr undir báða vængi.

Forsetinn á þátt í þeirri útbreiðslu enda varar hann áhorfendur CNBC við að gos í Kötlu kunni að lama flugsamgöngur víða um heim.

Fleiri eldgos í vændum

Og það er aðeins forsmekkurinn. Fram undan kunni að vera jafnvel enn fleiri eldgos á næstu 20-30 árum.

Athygli vekur að forsetinn spáir áframhaldandi fækkun í bókunum á næstu vikum en það er þvert á yfirlýst markmið talsmanna ferðaþjónustunnar.

Forsetinn var að vanda háfleygur í orðavali og lýsti atburðarásinni á Íslandi svo að þar megi verða vitni að sköpun heimsins.

Vísar í Mósebók

Þannig komi fram í sköpunarsögu fyrstu Mósebókar að sköpun heimsins hafi tekið 6 daga, sköpun sem enn sé í gangi á Íslandi. 

Forsetinn tekur sérstaklega fram að Íslendingar setji öryggið í öndvegi og bendir á að enginn hafi látið lífið af völdum gossins á Íslandi eða í öðrum löndum.

Þegar blaðakonan, Bartiromo, bar viðbrögð Evrópusambandsins við hinni miklu röskun á flugi undir forsetann mátti lesa úr orðum hans gagnrýni á andvaraleysi sambandsins andspænis ógninni. Samhæfa þurfi betur viðbragðsáætlanir sambandsins.

Framtíðarhorfur í efnahagslífi þjóðarinnar eru einnig bornar undir forsetann og svarar hann því þá til að hans tilfinning sé að hagkerfið byrji að vaxa á síðari hluta ársins, spá sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu gæti vegið á móti.

Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Forsetinn og hinn dramatíski bakgrunnur.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
Blaðakonan, Maria Bartiromo, þakkaði forsetanum sérstaklega fyrir upplýsingamiðlun hans.
mbl.is

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...