Jöfn kynjahlutföll í VR öðrum til eftirbreytni

Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.
Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.

Jafnréttisráð fagnar því að kynjahlutföll séu jöfn í stjórn og trúnaðarmannaráði VR, eftir allsherjaratkvæðagreiðslu í mars síðastliðnum og segir það gleðilega niðurstöðu.

„Þetta er eðlileg og sjálfsögð niðurstaða í lýðræðisríki sem vill setja jafnrétti og mannréttindi í öndvegi, en því miður sjaldgæf enn sem komið er,“ segir í tilkynningu frá Þórhildi Þorleifsdóttur, formanni Jafnréttisráðs.

Jafnréttisráð voni að þessi jafna kynjaskipting áhrifastöðum innan VR verði félagsmönnum öllum til heilla og öðrum til eftirbreytni.

Jafnréttisráð er skipað samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Eftir hverjar alþingiskosningar skipar félags- og tryggingamálaráðherra ellefu manna Jafnréttisráð eftir tilnefningum. Formaður ráðsins er skipaður án tilnefningar af félags- og tryggingamálaráðherra. Varamenn eru skipaðir á sama hátt. Sitjandi ráð var skipað í október 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert