Jörð skelfur norður af Siglufirði

Stjarnan sýnir hvar skjálftarnir áttu upptök sín.
Stjarnan sýnir hvar skjálftarnir áttu upptök sín.

Jarðskjálfti að stærð 3,2 stig með upptök um 29 km norðnorðaustur af Siglufirði varð í kvöld klukkan  17:43. Annar jarðskjálfti að stærð 3,5 átti upptök sín á svipuðum slóðum kl. 18:30. 

Veðurstofan segir að nokkrir eftirskjálftar hafi komið í kjölfar skjálfanna en engar tilkynningar hafi borist um þá. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert