Segja SI pólitísk hagsmunasamtök

Stjórn Ungra vinstri grænna segir Samtök iðnaðarins vera pólitísk hagsmunasamtök sem ekki eigi að innheimta félagsgjöld fyrir. Fagna þau því úrskurði sem mannréttindadómstóll Evrópu felldi í morgun.

Í ályktun UVG segir: „Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar úrskurði mannréttindadómstóls Evrópu, frá því í morgun, þess efnis að álagning iðnaðarmálagjalds á Íslandi brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Iðnaðarmálagjald er 0,08% álag sem lagt er á allan iðnað í landinu.

Ung vinstri græn hafa ítrekað lagt til að ríkið hætti að innheimta iðnaðarmálagjald fyrir Samtök iðnaðarins eða fjármagna þau með öðrum hætti. Samtök iðnaðarins eru pólitísk hagsmunasamtök og það er ekki hlutverk ríkisins að innheimta félagsgjöld fyrir samtök af slíku tagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert