Veltu bílnum við Akureyri – allir sluppu ómeiddir

Bíllinn endaði í skurði við veginn.
Bíllinn endaði í skurði við veginn.

„Auðvitað er krökkunum brugðið eftir þetta atvik enda þó svo þau hafi sloppið ómeidd. Án nokkurs vafa er það beltunum að þakka,“ segir Helga Dögg Sverrisdóttir á Akureyri. Hún er móðir 18 ára stúlku sem velti bíl sínum á þjóðveginum í Kræklingahlíð, skammt norðan við Akureyri, aðfaranótt sumardagsins fyrsta.

Fjórir farþegar, auk bílstjóra, voru í bílnum og sluppu allir án meiðsla. Krakkarnir voru að koma af skemmtun í Skagafirði þegar bílinn rann til í hálku og fór tvær og hálfa veltu ofan í skurð við veginn. Þau náðu að smokra sér út úr bílnum og koma sér upp á veg. Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang þótti nánast ótrúlegt að enginn skyldi slasast, nema hvað einhverjir eru bláir og marðir undan bílbeltunum.

Bíllinn, sem er af gerðinni Nissan, er ónýtur eftir veltuna. „Það hefur tekið talsvert á krakkana okkar að aðfaranótt laugardagsins varð alvarlegt bílslys á Suðurnesjum þar sem tvær stúlkur létust. Í því samhengi eru þau afar þakklát því að ekki fór verr,“ segir Helga Dögg Sverrisdóttir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert