Hækkun lágmarkslauna í forgang

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur það vera forgangsverkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast af alefli fyrir því að hækka lágmarkslaun umtalsvert.

Það kom meðal annars fram í ræðu Vilhjálms við hátíðardagskrá sem stéttarfélögin á Akranesi héldu í tilefni dagsins en þar var Vilhjálmur aðalræðumaður.

Hann ræddi einnig um trúverðugleika verkalýðsforystunnar. „Það er gríðarlega mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé hafin yfir allan vafa hvað varðar traust og trúverðugleika. En það gerir hún alls ekki með því að forystumenn í verkalýðshreyfingunni séu yfirlýstir stuðningsmenn einhverra ákveðinna stjórnmálaafla og noti verkalýðshreyfinguna til að koma sínum flokkspólitísku málum á framfæri eins og maður hefur margoft orðið vitni að.“

Verkalýðshreyfingin ætti að vinna að málefnum launafólks, algerlega óháð því frá hvaða stjórnmálaöflun málefnin komi. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness kom einnig inn á rannsóknarskýrslu Alþingis og sagði m.a.: „Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og innkynja mein inn í íslenskt hagkerfi.“

Vefur VLFA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert