Bankamenn fá bakreikning

Rúmlega 30 fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings hafa fengið bakreikning frá skattayfirvöldum vegna söluréttasamninga. Krefjast skattayfirvöld að samningarnir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur.

Dæmi eru um að menn hafi hagnast um hálfan milljarð á samningunum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Skattyfirvöld hafa um nokkurt skeið skoðað söluréttarsamninga sem starfsmönnum gömlu bankanna bauðst. Vilja þau meina að slíka samninga beri að skattleggja sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert