Hjúkrunarheimili rís í Vallarhverfi í Hafnarfirði

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, og Árni Páll Árnason, félags- og …
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra undirrituðu samninginn í Vallarhverfinu.

Skrifað var undir samning um byggingu sextíu rýma hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði í dag. Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun haustið 2012. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu samninginn.

Samkvæmt samningnum mun Hafnarfjarðarbær leggja heimilinu til lóð og annast hönnun og byggingu þess. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á 40 árum greiða Hafnarfirði hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðisins sem ígildi stofnkostnaðar.

Sambærilegur samningur hefur þegar verið gerður um byggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ og unnið er samningsgerð við sjö sveitarfélög til viðbótar. Alls er gert ráð fyrir uppbyggingu 360 hjúkrunarrýma í þessum níu sveitarfélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert