Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Laun seðlabankastjóra hækka um rúmar 400 þúsund krónur verði tillaga, sem liggur fyrir bankaráði Seðlabankans, samþykkt.

Samkvæmt lögum skal kjararáð ákveða laun seðlabankastjóra, líkt og annarra ríkisforstjóra, en bankaráði er þó heimilt að ákveða „önnur atriði sem varða fjárhagslega hagsmuni“ seðlabankastjóra. Slíkt ákvæði er ekki í lögum um aðra forstjóra ríkisins.

Í ágúst 2009 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um kjararáð sem kváðu á um að kjararáð skyldi ákveða laun og starfskjör forstjóra ríkisstofnana. Kveða lögin á um að föst laun fyrir dagvinnu skuli ekki vera hærri en föst dagvinnulaun forsætisráðherra, sem nema 935 þúsund krónum.

Í samræmi við þessi lög ákvað kjararáð í febrúar sl. að lækka laun 22 forstjóra ríkisstofnana og fyrirtækja, en áður, þ.e. í desember 2008, hafði bankaráð Seðlabankans ákveðið lækkun launa seðlabankastjóra um 15%. Voru laun formanns bankastjórnar tæplega 1.294 þúsund krónur eftir þá lækkun.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Lára V. Júlíusdóttur, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Lára V. Júlíusdóttur, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert