Algjörlega mögnuð lífsreynsla

Það var tilkomumikið að líta upp til Gígjökuls og áhrifin ...
Það var tilkomumikið að líta upp til Gígjökuls og áhrifin mögnuð að sögn Páls Guðmundssonar. Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson

„Það er algjörlega magnað að vera hérna, og eins að aka hér inneftir og sjá Merkuraurana,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann fór inn að Gígjökli í dag ásamt fleirum frá Ferðafélaginu og Vegagerðinni til að kanna aðstæður í Þórsmörk og ástand vegarins.

„Að sitja hér og horfa á átökin er einfaldlega gjörsamlega magnað. Það eru forréttindi okkar Íslendinga að búa hér á þessari ævintýraeyju,“ sagði Páll. „Við höfum setið hér í klukkutíma dolfallnir yfir náttúrufegurðinni og þessum gríðarlegu átökum.“

Páll telur alrangt að eldgosið þurfi að hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Þvert á móti eigi að gera fólki kleift að skoða eldgosið.

„Það á að streyma til okkar fólkið til að fá að fylgjast með slíkum náttúruundrum,“ sagði Páll. Hann segir að Ferðafélagið og ferðaþjónustuaðilar leggi áherslu á að strax verði opnað inn að Gígjökli.

Leiðin þangað er lokuð almennri umferð af öryggisástæðum.

„Fyrir okkur Ferðafélagsmenn og ferðaþjónustuaðila að komast á svæðið og upplifa þetta er mjög mikilvægt. Þetta er gríðarlega mikil upplifun og mikil tækifæri.“

Leiðangursmenn voru á jeppum á 38 tommu og 33 tommu dekkjum og lítið mál fyrir þann síðarnefnda að fara þetta, að mati Páls. Hann sagði að um leið og sjatni í jökulánni, útfallinufrá Gígjökli, verði orðið fært inn í Þórsmörk.

Gríðarlegar drunur við Gígjökul

Gríðarlegar drunur voru inn við Gígjökul, bæði frá sjálfum gosstöðvunum og eins úr skriðjöklinum þar sem hitinn tókst á við ísinn.

„Það er enn töluvert mikið eftir af Gígjöklinum og hér hrynja stórir ísjakar. Það er mikil barátta í gangi og stórbrotið að sjá hraunið slettast hátt upp í loft og svo að sjá hrynja úr jöklinum,“ sagði Páll. Gríðarmikil gufumyndun var í Gígjökli í á að giska 500-700 metra hæð.

Vestlæg átt var við rætur Gígjökuls og bar hún mikla ösku- og gufumökkekkina austur yfir Eyjafjallajökul og austur á Mýrdalsjökul. Eins bar hún eitraðar lofttegundir frá leysingavatninu frá leiðangursmönnum.

Leiðin er lítið skemmd

Bjarni Finnsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, sagði að leiðin inn undir Gígjökul sé lítið skemmd. Þó sé aðeins farið af henni og um einn kílómeter sem hafi horfið. Bjarni sagði að leiðin hafi vanalega horfið á þeim kafla yfir veturinn. Hann sagði að mikið vatn bærist frá Gígjökli og taldi að affallið væri ófært bílum.

„Það er bara eins og Markarfljótið,“ sagði Bjarni. Hann taldi að vegurinn fyrir innan lónið sé eins og eftir hefðbundinn vetur, sundurskorinn á köflum. En en er leiðin inn að Gígjökli fær öllum jeppum?

„Þetta er tuðrótt eins og það er núna: Það er betra að vera á eitthvað breyttum bílum,“ sagði Bjarni.
 

Greina mátti bíla leiðangursmanna í vefmyndavél Vodafone. Bílarnir tveir eru ...
Greina mátti bíla leiðangursmanna í vefmyndavél Vodafone. Bílarnir tveir eru eins og litlir deplar á eyrinni handan við útfallið frá Gígjökli. Leiðangursmenn gengu upp á jökulgarðinn hægra megin við útfallið. www.vodafone.is/eldgos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

„Hér hristist allt og skalf“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir, sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos, segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugargarðinum. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »
Ukulele
...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
HANDRIÐ, SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...