Óháð rannsókn á lífeyrissjóðunum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/RAX

ASÍ undirbýr skipun óháðrar rannsóknarnefndar með víðtækar heimildir til að kanna samskipti lífeyrissjóða við bankana síðustu árin fyrir bankahrunið.

Miðstjórn ASÍ hefur samhljóða fallist á að þetta verði gert í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

„Við viljum gjarnan að þetta verði gert á grundvelli niðurstaðna rannsóknarnefndar Alþingis. Við teljum nauðsynlegt að rannsaka þessi tengsl í aðdraganda hrunsins,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Hann tekur fram að hann viti ekki um nein dæmi um óeðlileg tengsl á milli starfsmanna lífeyrissjóða og bankanna eða stórra fyrirtækja en nauðsynlegt sé að rannsaka þetta svo fullur trúnaður sé á milli stjórna sjóðanna og félagsmanna.

Sjá nánar um þetta málí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert