86 milljarðar afskrifaðir

Lífeyrissjóðir eru byrjaðir að skerða lífeyri vegna fjárhagsstöðu sinnar
Lífeyrissjóðir eru byrjaðir að skerða lífeyri vegna fjárhagsstöðu sinnar AP

Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa fært skuldabréf útgefin af fyrirtækjum og fjármálastofnunum niður um 86 milljarða króna frá því í bankahruninu. Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), hefur fært slík bréf niður um tæplega 54%, Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV) um 50,4% og Gildi lífeyrissjóður hefur fært um 66% þeirra á afskriftarreikning. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Þetta kemur fram í uppgjörsgögnum frá sjóðunum þremur og upplýsingum frá stjórnendum þeirra. Sjóðirnir þrír halda samanlagt á um helmingi eigna íslenska lífeyrissjóðakerfisins, samkvæmt Viðskiptablaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert