Röð truflana olli rafmagnsleysi

„Rafmagnstruflunina má rekja til röð truflana. Þannig var engin ein ástæða sem olli þessu,“ segir Þórhallur I. Hrafnsson, sérfræðingur hjá Landsneti, um þær víðtæku rafmagnstruflanir sem upp komu víða um land í gærkvöldi. 

Aðspurður segir hann fyrsta lið truflana hafa komið upp í stöð sem nefnist Brennimelur og staðsett er í Hvalfirði þar sem varð yfirálag á búnaði Landsnets með keðjuverkandi áhrifum sem olli spennufalli sem síðan breiddist út um landið.

Að sögn Þórhalls hafa enn sem komið er ekki borist neinar fréttir af tjóni vegna rafmagnleysisins annað en hugsanlegt framleiðslutap hjá aflþynnuverksmiðju Becromal á Krossanesi á Akureyri. Þórhallur tekur fram að ekkert tjón hafi orðið á búnaði Landsnets.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert